Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 67
Pétur Gunnarsson Af gjörningamanni1 (hraðferð um greinasöfn Halldórs Laxness) Til hægri verka mætti hugsa sér starfsævi Halldórs með hliðsjón af Mikla- hvelli - kenningunni um tilurð, feril og endalok alheimsins (sett fram af Bandaríkjamanninum E. Hubble árið sem Alþýðubókin kom út og olli aldahvörfum í alheimsfræðum). Samkvæmt henni varð alheimurinn til úr óendanlega smáum, heitum og þéttum orkupunkti sem við sprengingu þeytti frá sér orku í allar áttir sem ummyndaðist í vetrarbrautir, stjörnur og reikistjörnur. Það er hið mikla og skyndilega orkuútstreymi sem vekur hugrenningartengslin við Halldór, en greinarnar sem urðu til við upphaf sprengingarinnar þeyttust út um allt þjóðfélag og varð ekki safnað saman fyrr en í Af menníngarástandi (1986). Hér eru á ferðinni sannkallaðir loffsteinar til þess fallnir að skekja íslenskt samfélag stöðnunar, vana og sljóleika. Lausnar- og vígorðið er „Nútíminn", það er „nútímamaðurinn" sem talar, hann er kominn til að lofta út í hinum saggaða og dimma þjóðarmoldarkofa íslendinga. Landsmenn eru minntir á upphafshlutverk sitt: að lifa hér háttsettu menningarlífi, að öðrum kosti sé sæmst að koma sér í burtu, selja hólmann og gerast landeyður í viðráðanlegra loftslagi. Það eru töluverðir þjóðflutningar í þessum greinum Halldórs, ýmist færir hann alla þjóðina suður til Mexíkó eða sópar fólkinu af Hornströndum og öðrum útkjálkabyggðum suður í margmenninguna. Hann rekur óspart upp úr kjöllurum Reykjavíkur, úthlutar þriggja herbergja íbúðum á báða bóga, skipar karlpeningi til rakarans og lætur þá bursta skóna sína og pressa buxurnar, klippir á konurnar drengjakoll og dregur dár að húsmóðurhlut- verkinu. Þegar greinarnar vekja viðbrögð og frú Guðrún Lárusdóttir bregður höfundinum um skort á lífsreynslu, svarar hann fullum hálsi: „Lífsreynsla er eitt afþví svívirðilegasta sem nokkur maður getur öðlast.“2 Og í „Raflýsingu sveitanna11 lýsir hann því yfir að það eigi að „skjóta þá sem eru á móti aukinni menningu; það á að skjóta þá ígegnum hnakkann niðri í kjallara“? Hingað til höfðu Vörður bæði og Morgunblaðið Iéð pláss undir þessar flugeldasýningar og satt að segja vekur furðu hve lengi hinn herskái boðskap- TMM 1998:2 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.