Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 81
HUGLEIÐINGAR UM LAXNESKAR PERSÓNUR, EINKUM LEIKPERSÓNUR
persónulegi efnahagsbati fullnægir honum ekki. Ólíkt öllu gróðahyggjulið-
inu úr leikritunum, fer Mundi að spyrja um tilgang. Hann sættir sig ekki við,
að í dauðanum sé öllu lokið og allt þetta veraldarbjástur, hvort sem það gaf
nú aðallega af sér auð eða ekki, sé þarmeð fyrir bí. „Ég axeftera það ekki“,
segir hann, „heyrirðu það, John“, segir hann við klerk. Þess vegna er hann
kominn á kaf í að reyna að ná sambandi við galaxíur og himinhnetti í því
skyni að gera lífið ódauðlegt, þ.e. líf einstaklingsins, t.d. með því að frysta
það fyrir nýja lífmögnun í Snæfellsjökli, sem ku hafa einstakt samband.
En séra Jón tekur lífið gilt, eins og það er. Enda skortir Guðmund annað
samband, það samband sem segir þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan
þig. Það er þó ekki séra Jón, sem kennir Umba að skilja lífíð. Þrátt fyrir
augljósa hrifningu Umba á þessum afkomanda organistans, hrifningu, sem
lætur skýrslugerðina molna meir og meir sundur, er það ekki kenningin sem
vekur hann.
Þegar Kristnihald var frumsýnt á leiksviði hélt einn gagnrýnandi því fram,
að betur hefði farið á því, að persónan Úa hefði ekld birst þar, hún væri svo
goðsöguleg og þokukennd, að ógerningur væri að líkamna hana. Ekki get ég
verið öllu meira ósammála og sé reyndar ekld, hvernig þá hefði átt að leiða
þessa sögu til lykta, sé reyndar eldci að gagnrýnandinn hafi skilið bofs í því
hvað skáldið er að fara. Og víst er Úa frumkonan, „kvenmynd eilífðarinnar“
eins og Halldór lætur Umba segja og vitna í Goethe gamla. Hér er nefnilega
Gæa endurborin og nú í sátt við heiminn, heimskona margföld og þó áfram
málhress hjá æðarfuglinum í fjörunni. Og af hverju er það hún sem vekur
Umba til skilnings á lífinu, til þátttöku í því? Það vill þannig til, að þeir
doktorinn og sérann eru þar hvergi hjá. Godman Sýngmann er kallaður til
feðra sinna, þrátt fyrir alla tilburði til að lifa eilíflega, en Prímus fer að gera
við hraðffystihús í stað þess að heilsa upp á þessa konu. Flótti?
En ef nú ævintýrið um fífil og hunangsflugu opinberast einu sinni enn í
samskiptum þeirra Umba og Úu - klakinn þiðnar af laxinum, sem átti að
heita kvenlík - ungi maðurinn vaknar til nýrrar reynslu, sem á ekkert skylt
við skýrslu - af hverju hverfur þá Úa út í gjörningaveðrið? Gæti verið, að
skáldið vilji minna okkur á, að ekkert eignumst við eilíflega, ekki einu sinni
merkilega reynslu - og þó að við „frelsumst af skýrslu“, og tökum þátt í lífinu
af þeirri ábyrgð sem það krefst - þá skulum við ekki gera það í von um
umbun.
„Óleysandi skuldbinding er í því falin að sjá og hafa séð“, segir nær
bókarlokum. Skýrslunni hefur slegið inn og umboðsmaður biskups er orð-
inn umboðsmaður lífsins. Tími leikritunarinnar er að baki hjá Halldóri
Laxness og í ljós hefur komið að hlutlægni er ekki heldur til þar. Plús Ex skaut
þar líka upp kollinum, af því að óleysandi skuldbinding er í því falin að sjá
TMM 1998:2
79