Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 146
RITDÓMAR
Og allt er umlukið dulúð þjóðsög-
unnar: sögumaður er týndur í sögum;
dauði afa hans hefur komið til hans í
ýmsum útgáfum: hann er ýmist stangað-
ur til bana af nauti í Lækjargötunni, frýs
í hel fyrir utan kjallaradyrnar heima hjá
sér eða deyr úr berklum á Farsóttarheim-
ilinu. Þar segir hann konu sinni sögu af
afa sínum, Magnúsi, sem finnur selsham
utan við helli nokkurn, tekur hann til
handargagns en rekst svo á grátandi
konu. Þetta er kunnugleg saga og er
reyndar til í nokkrum útgáfum í þjóð-
sagnasöfnum. Endalokin eru þau sömu
hér og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar:
konan, selurinn, finnur haminn sinn og
hverfur til hafs. Það er nokkuð um slíka
notkun og spuna með þjóðsögur í verk-
inu, ekki alltaf jafn áberandi; stundum
felst þetta í orðalagi einsog í lýríkinni
„sunnan við sól og austan við mána“ sem
mig minnir að sé úr norskum ævintýr-
um. Og þjóðtrúin er samofin hug-
myndaheimi verksins: ósýnileg hönd
leiðir Ragnar burt ffá bráðum bana,
hann sér sjálfan sig sem lítinn dreng
ganga út úr byggingu. Löngu síðar þegar
hann er orðinn leigubfisstjóri situr pabbi
Ragnars í framsæti leigubfisins fyrir utan
heimili hans, þá löngu dáinn.
Um spegilgljáandi sali
Eftir því sem líður á verkið hljóta samfé-
lagslegir þættir þess meira vægi. Það taka
að skjóta upp kollinum sögulegar per-
sónur: Brynjólfur Bjarnason kennir ung-
um kommúnistum díalektík, Einar Ol-
geirsson sendir frá sér dreifibréf og
spjallar við eina söguhetjuna og Björn
Bjarnason tekur til máls í bæklingum
kommúnistaflokksins. Fimmti og síðasti
hluti verksins fjallar um aðdraganda að
og þátttöku Olla og Ragnars í spænsku
borgarastyrjöldinni, styrjöld ljóðskáld-
anna. Frásögnin eða frásagnarbrotin eru
kímin en þó er í þeim harmrænn þáttur.
Stjórnmálahreyfingar aldarinnar eru ekta,
vinstrimennskan er ekki gerð að mein-
lausu og hlægilegu brölti furðufugla
einsog mér þótti tilhneigingin vera í
Rauðum dögum. Hugmyndir þessa fólks
skipta máli þó orðræða sannfæringar-
innar sé ljóðræn; Ragnar er spádómsleg-
ur í boðun sinni:
Nú tók hann að segja verkamönnun-
um, kolbikasvörtum og skítugum í
kolarykinu, að í framtíðinni myndu
þeir ganga um spegilgljáandi sali í
snyrtilegum buxum og skóm, að börn-
in þeirra myndu sitja á sérstökum
rannsóknarstofum og leysa allar helstu
ráðgátur tilverunnar. Líf þeirra yrði að
lokum svo fullkomið að ef guð væri til
myndu þeir geta hringt í hann. (159)
Spádómar Ragnars hafa ekki ræst þó að
í núinu séu sumar persónurnar orðnar
moldríkar og eigi skíði sem sögð eru úr
ffiabeini. Þær hafa einfaldlega losað sig
við fortíð sína og hugmyndir hennar um
leið, þó með eftirsjá sé. Með aldrinum
breytist fólk í sagnfræðinga og hreinsar
burt atvik einsog orma úr fiski, einsog
sögumaður kemst að orði. Við sömu
götu og fjölskyldan býr stúlka sem heitir
Dagbjört og er sérstaklega góð við fá-
tæku börnin, gefur þeim föt og mat.
Pabbi hennar er múrarameistari og æpir
svívirðingar að kotungskrökkunum.
Þegar dóttir hans deyr úr berklum lítur
hann á það sem refsingu fyrir hvað hann
var vondur við fátæku börnin.
Þegar Dagbjört dó gaf hann allt frá sér
og endaði sem dyravörður hjá góð-
gerðarstofnun í eilífri leit að fyrirgefn-
ingu, en fátæku börnin uxu úr grasi,
urðu sum efnuð og litu þá illkvittnu
augnaráði á þennan umkomulausa
dyravörð sem eitt sinn lét ljót orð falla.
Hér er ekki fyrir að fara göfgi og helgi
hinna fátæku í rómantískum skilningi.
Allir eru breyskir. Að sumu leyti eru stjórn-
málaskoðanir og innlifún persóna þó
gerðar yfirborðskenndar: Olli harmar það
mest að mega ekki skýra son sinn Stalín.
Þátttaka Ragnars og Olla í spænsku
144
TMM 1998:2