Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 162
RITDÚMAR
lífinu og þroskast af þeim. Sumir sem á
vegi hennar verða hjálpa henni inn í
áföllin, aðrir hjálpa henni út úr þeim.
Hugleiðingar Guðrúnar eru ágengar
og á köflum stekkur hún út úr uppriíj-
uninni og inn í kvæði, heimspeki, ævi-
sögur, landafræði og hugleiðingar um
íjarlæga staði, eins og Brasilíu; staði þar
sem hún sjálf hefur ekki lifað neinar til-
finningar og þess vegna eru þeir paradís
í hausnum á henni. Þannig virkar hugur
hennar, stekkur út undan sér þegar upp-
rifjunin verður henni um megn þar sem
hún situr og gónir út um gluggann. Og
þegar hringferðinni lýkur er hún komin
út á verönd og gónir á stjörnurnar.
Alveg nóg, er ákaflega vel skrifúð bók.
Sagan er fléttuð úr fínustu þráðum
þeirra tilfinninga sem gera okkur að
manneskjum. Guðrún hefúr kosti og
galla, laðar að sér og laðast að fólki með
kosti og galla. Þetta eru þræðirnir sem eru
okkur sjálfum off ekki ljósir, hvað þá öðr-
um og Guðrún verður nánast ofur raun-
veruleg í viðleitni sinni til að komast af.
Frásögnin er meitluð og orðspör;
virkar við fyrsta lestur stutt en hefur til-
hneigingu til að lengjast æ meir eftir því
sem maður les hana oftar. Sögumaður
skammtar upplýsingar og lesandinn fell-
ur í sömu gildru og Guðrún sjálf; að
draga ályktanir of fljótt, án þess að spyrja
spurninga, dæmir Guðrúnu út frá sam-
félagsstöðlunum í hausnum á sér, rétt
eins og hún gerir við Kjeld og áttar sig á
því í lokin að þar af leiðandi hefúr sagan
farið fýrir ofan garð og neðan. Les hana
aftur og þá öðlast Guðrún það hold og
blóð sem er því miður of sjaldgæft í bók-
um.
Súsanna Svavarsdóttir
Höfundar efnis
Árni Bergmann, f. 1935: rithöfundur (Porvaldur víðförli, 1994)
Berglind Steinsdóttir, f. 1965: íslenskuffæðingur, kennir við Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á
Sauðárkróki
Einar Már Jónsson, f. 1942: sagnfræðingur og íslenskukennari við Sorbonneháskóla í París
Elías Mar, f. 1924: rithöfundur (Hinum megin við sálskinið, 1990)
Eysteinn Þorvaldsson, f. 1932: Prófessor í íslenskum bókmenntum við K.H.Í. og þýðandi
Gunnar Kristjánsson, f. 1945: sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós
Halldór Guðmundsson, f. 1956: bókmenntafræðingur og útgáfustjóri Máls og menningar (íslensk bók-
menntasaga III, 1996. Ritstj.)
Hallgrímur Helgason, f. 1959 (101 Reykjavík, 1996)
Hermann Stefánsson, f. 1968: bókmenntaffæðingur
Jón Viðar Jónsson, f. 1955: leiklistarffæðingur og gagnrýnandi (Leyndarmálfrú Stefaníu, 1997)
Kristín Björgvinsdóttir, f. 1950: bókasafnsfræðingur við Fjölbrautarskólann við Ármúla
Kristján Kristjánsson, f. 1959: prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri
Brad Leithauser, sjá bls. 101
Pétur Gunnarsson, f. 1947: rithöfúndur (Heimkoma, 1997)
Sigþrúður Gunnarsdóttir, f. 1971: stundar M.A. nám í íslenskum bókmenntum við H.í.
Soffía Auður Birgisdóttir, f. 1959: bókmenntafræðingur
Súsanna Svavarsdóttir, f. 1953: rithöfundur ogbókmenntafræðingur (Skuggar vögguvísunnar, 1995)
Steinunn Sigurðardóttir, f. 1950: rithöfúndur (Hanami, 1997)
Sveinn Einarsson, f. 1934: leikstjóri, rithöfúndur og leikhúsfræðingur (íslensk leiklist II, 1996)
160
TMM 1998:2