Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 115
SÚ GAMLA VITJAR DOKTORS Þannig var Sú Gamla þakin úrtaki fornra og nýrra bókmennta frá hvirfli til ilja, og þóttust menn sjá að hún ætti jafnan nóg til skiptanna og auðlegð hennar af slíkum búnaði næsta óþrjótandi. Ekki hvarflaði að neinum að skauttoga hana ellegar gera henni annan hrekk. Fremur var hitt, að menn hefðu misst áhuga á henni eftir því sem tímar liðu og létu ýmsir sem hún væri ekki til. Hvar hún átti höfði sínu að að halla vissi enginn fýrir víst, en sagt var hún ætti helzt innhlaup í kjallara einn umflotinn vatni, hjá aura- litlu en brjóstgóðu fólki þar sem heitir vestur á Melum. Þar stóðu áður öskuhaugar. Þegar hér er kornið degi nálgast hún háa glæsibyggingu í nýstíl skel- plötu og áls. í slíkum húsum eru flughál marmaragólf til þess gerð að æða um þau á skautum. En Sú Gamla er ekki vön því að láta smámuni aftra sér. Hún fetar inneftir svellinu og dregur skósíðan faldinn renn- votan, hlaðinn tuttugustualdarbókmenntum plastinnbundnum, og nálgast lyftuna. Hér opnast flestar dyr án þess að snerta þurfí. Á þriðju hæð eru skrifuð á björt þilin tvö listaverk og bæði eins: rauðir hringir dregnir þykkum línum, og innan í hringnum bláar línur láréttar með bláu essi uppaf. Yfir þetta er dregin rauð og sver skálína, en allt er þetta til merkis um að þetta sé heilagt hús og hér megi ekki gera neitt ljótt. Þeirri Gömlu verður engin skotaskuld úr því að rata á dyr Doktors- ins, og þó hefur hún aldrei komið hér fyrr. Um er að ræða slíkan lærdómsmann að hann er ekki aðeins landsfrægur, heldur er hann ekki síður mikils metinn í fjörrum löndum. Áletrunin innan við gler- plötuna á skrifstofudyrum hans er vart læsileg öðrum en þeim sem rýnt hafa í galdraskræður fornar. Þetta eykur allt á trúverðugleikann. Dyrnar falla ekki að stöfum, og Þeirri Gömlu er ekkert að vanbún- aði, hún þokar þeim upp og stígur innfyrir. Þar er biðstofa, en enga sálu að sjá. Aðrar dyr standa einnig hálfopnar og píra á Þá Gömlu. Og hún sýnir þá kurt að dangla í dyrastafínn. Já! er sagt nokkuð hvellt fyrir innan. Sú Gamla þokar hurðinni frá. I þessu húsi eru engir þröskuldar, en í stað marmarasvells hafa nú tekið við mosagræn teppi á gólfum og drekka í sig sérhvert hljóð. Ég vona ég sé ekki að ónáða, segir konan lágt og rómurinn ryðgaður eftir hráslagann úti. TMM 1998:2 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.