Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 69
AF GJÖRNINGAMANNI
legast móteitur gegn afdalamennsku og einangrun. En í næstu andrá snýst
hann á hina sveifina og er þá enginn hörgull á þungaviktarrökum.
Hugartök HaUdórs í þessum söíhum eru jafn afrennd og í skáldsögum
sama skeiðs, kraftar sannfæringar og sköpunar renna saman í eitt og fylla
hugskot lesandans ýmist birtu eða reyk, eftir því hvernig hann er innstilltur.
Þeir sem hætta sér í ritdeilu við hann þurfa sjaldan um sár að binda, sjaldgæft
að andstæðingurinn standi lengur en tvær lotur áður en rothöggið ríður af.
Og þegar sótt er að Halldóri á heimavelli líkt og gerðist í kjölfar þýðingar-
innar á Vopnum kvöddum Hemingways (1941),þáer engulíkara en Gúllíver
gangi berserksgang í Puttalandi mót Barnakennarafélagi Þingeyjarsýslu,
ritdómurum Vestmanneyinga og ísfirðinga, að ekki sé talað um skóladúxinn
gamla „sem hafði ævilangt verið að prófa raungildi gáfna sinna í sveitalœknis-
embætti í afdölum nyrðra og varla blaktað íhonum augun ífjörutíu ár, fyrr en
hann kemur hingað suður til að rita í blöðin æsingagreinar um hvítasykur.“5
Vettvangur Halldórs á þessum árum er fýrst og fremst Þjóðviljinn, en
ritstjóri hans, Magnús Kjartansson, rifjaði upp samskiptin á 75 ára afmæli
Halldórs:
Þegar ég hóf störf við Þjóðviljann skrifaði Halldór stöðugt í blaðið,
langar greinar og stuttar og hitti sífellt í mark. Stundum var hann eins
og blaðamaður ef einhverjir andstæðingar kveinkuðu sér og birtist í
gættinni hjá mér daglega með nýjan pistil oft handritaðan .. .6
í Reisubókarkorni (1949) hefur farbanni styrjaldaráranna verið aflétt og við
taka ferðaþættir frá Evrópu, en á heimavígstöðvum er það bandarísk herseta
á íslandi og innlimun íslands í Atlandshafsbandalagið sem óma hæst í ritvél
Halldórs. í Degi t senn (1955) eru það ffiðarmálin, sósíalisminn er ennþá
siðalögmál mannkyns og Sovétvináttan skyldug. Afmæliskveðjur til vina fara
stigvaxandi. Athygli vekur greinin „Sviðið autt“ af því hún kallast svo ein-
kennilega á við „Raflýsingu sveitanna“ frá því aldarfjórðungi fýrr. Þá var mál
málanna að sópa fólkinu úr útkjálkasveitunum. Nú þegar sú er orðin raunin
fer ekki á milli mála hve Halldóri er brugðið:
Sjónleikur þúsund ára mannlífs er allur, og bráðum einginn eftir á
staðnum til að muna neitt sem hefur gerst; þraut og gnótt, gleði og
harmar, ástir, jól, lífsháskar, móðir og barn þúsund sinnum, tíu þús-
und sinnum og kanski oftar, og jafnoft svolítil líkfýlgd, ýmist á
fuglglöðum sumardegi eða í hríðarágaungum um vetur, - alt búið;7
Gjörníngabók (1959) er undirlögð af Nóbelshátíð, en líka afhjúpun Stalíns
og innrásinni í Ungó og geymir fráhvarf Halldórs frá Sovétleiðslunni og
sósíalismanum. Um leið hverfur Halldór að mestu af síðum Þjóðviljans.
TMM 1998:2
67