Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Blaðsíða 70
PÉTUR GUNNARSSON
Ég held að seinasta greinin sem hann kom með til mín hafi verið
mögnuð ádrepa um hernaðarofbeldi Rússa í Ungverjalandi... Mér
þótti leitt þegar Halldór hætti skrifum sínum í Þjóðviljann og ég fór
til hans og spurði hverju þetta sætti og hvort ekki mætti vænta þess
að hann tæki upp þráðinn aftur. Ég man vel eftir svari hans. Hann
minntist ekki einu orði á Stalín eða Sovétríkin heldur sagði mér að
hann hefði einsett sér ungur að taka þátt í því að hefja íslenskt
þjóðfélag .. . Nú hefðu þau umskipti orðið að hér væri komið sam-
félag af svipuðu tagi og hann hefði haft í huga ungur. Því væru
áhugasvið hans að verða önnur og hann gæti ekki fjallað um þau í
blaðagreinum.8
Og þó áttu ófá greinasöfn eftir að líta dagsins ljós. Hreyfiafl þeirra er ekki
lengur að „gera ísland að fyrirmyndarþjóð“, lífsháskinn er á braut og miklu
fremur eins og skáldið sé að létta sér upp í dagsins önn eða sinna skyldu-
kvöðum. í Upphafi mannúðarstefnu (1965) vottar ekki fyrir brýningum um
samfylkingu verkamanna eða hátíðaræðum um Sovétríkin. í þeirra stað
kemur handritamálið og svo afmælis- og minningagreinar í stríðum straum-
um. Vettvangurinn er nú Morgunblaðið, en líka B.T. og Politiken.
Halldór sjöunda áratugarins er í senn óumdeildur og um leið eins og í
stofufangelsi eigin frægðar. Sem kann að skýra þann kergjufulla biturleika
sem setur marksitt á endurminninga- og uppgjörsverkin, Skáldatíma (1963)
og íslendingaspjall (1967), en í síðarnefnda verkinu segist Halldór m.a. aldrei
hafa slegið í gegn á íslandi og sé nú gleymdur verðskuldaðri gleymsku!9 Æ
oftar kemur fyrir að þessi fýrrum fræknasti gladíator þjóðfélagsarenunnar
kemur ekki lengur fyrir sig tilvist sjálfs þjóðfélagsins, það hefur ekki adressu.
„Leiður er ég á lögum ... leiður á öllu utan íslendingasögum“, gæti hann tekið
undir með Gísla Brynjúlfssyni og að vissu leyti er heimur fornsagnanna hið
nýja heimilisfang. „Forneskjutaut" er nafnið sem hann velur þessari iðju
sinni, þar sem hann fer eins og logi um vaxmyndavé íslenskra fræða. En því
er ekki að neita að mörg viðfangsefni þessara seinni safna eru full smá, rex
og klif um dönskuslettur, hótfyndni um Víetnamstríðið fyrir utan afmælis-
greinar og in memoriam ad libidum.
En það er mælskast um ótrúlegan endurnýjunarkraft Halldórs að það
þjóðfélagsumrót sem fór í hönd í lok sjöunda áratugarins fleytti honum á
nýjan hátind með Kristnihaldi undirjökli og gætir líka í greinum sem tákna
endurnýjaða þátttöku hans í dagsins önn. Greinarnar birtust í Morgunblað-
inu árið 1970 og fjölluðu um hundahald, húsfriðun og umhverfisvernd - allt
glóheit mál úr afli líðandi stundar. Viðbrögðin voru ekki ósvipuð og ef Jón
Sigurðsson hefði stigið niður af fótstalli sínum á Austurvelli og farið að
blanda sér í þingmál. Hér ber hæst „Hernaðinn gegn landinu“, sannkallað
68
TMM 1998:2