Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 21
Halldór Guðmundsson
Ofar hverri kröfu
Um fegurðarþrá í Fegurð himinsins
Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin
fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og
þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri
kröfu.1
Á þessum orðum hefst lokabindið í Heimsljósi Halldórs Laxness, þriðja
stórvirki hans á sviði hinnar þjóðfélagslegu skáldsögu. Ásamt lokasetningum
sögunnar, þar sem lýst er jökulgöngu Ólafs, eru þetta þau orð Halldórs sem
einna oftast er vitnað til; hljómmikil, ljóðræn og svolítið óræð er eins og þau
lyfti sögunni um raunalegt jarðneskt streð skáldsins Ólafs bókstaflega til
himins. Halldór sagði sjálfur í viðtali að Heimsljós væri lýrísk bók með
sálarlífslýsingum, enda verið að lýsa skáldi og skáldi fylgdi ljóðræna.2 Við
það má bæta að hvergi verður lýrikin meiri en í lokabindi verksins, Fegurð
himinsins, með leiðarstefjum sínum um ljósið, konuna, sólina, fegurðina og
jökulinn. Svo eitt dæmi af mörgum sé tekið: „Fegurð hlutanna er æðri en
þeir sjálfir, dýrmætari, flestir hlutir lítilsvirði eða einskis í samanburði við
fegurð sína, æðst af öllu er fegurð jökulsins" (142).
En úr hvaða þráðum er fegurð himinsins ofin, hvert er hún sótt og hvaða
þýðingu hafa lokaorð verksins? Það eru spurningarnar sem ég ætla að velta
fyrir mér í þessari grein og styðjast meðal annars við minnisbækur skáldsins,
þar sem hann punktaði hjá sér jafhharðan hugmyndir, drög, einstök orð,
setningar og tilsvör fyrir bækur sínar í bland við dagbókarnótur. Sá sem
gluggar í þær er staddur á verkstæði skáldsins, jafnvel fremur en þó hann sé
að lesa handrit verkanna; hér sést stundum í hráefnið nakið, og fylgja
hugleiðingar um ætlun og merkingu. Samt eru töfrarnir ekki frá okkur
teknir, nema síður sé: seiður orðanna sem að lokum fara á þrykk verður
einungis magnaðri.3
Af kompunum verður m. a. ráðið að skáldið var þegar við samningu Húss
skáldsins (þriðja hluta verksins) farinn að sjá síðasta hlutann fyrir sér sem
ljóðrænan, jafnvel ójarðneskan: „þegar hann fréttir að hún sé dáin, verður
TMM 1998:2
19