Skírnir - 01.01.1962, Page 247
Skírnir
Ritfregnir
239
En dæmið um varðveizlu Eddukvæðanna sýnir, að jafnmikils er í raun
réttri um vert að geyma fengins fjár sem afla þess. Jafnvel nöfn ann-
álaritara lýsa sem leiftur um nótt liðins tíma.
Á síðustu áratugum hefur ævisagnaritun skyggt nokkuð á skáldskap-
inn, og reyndar um skör fram. Fjarri sé mér þó að amast við þeirri
bókmenntagrein, sem oft er uppistaða skáldskaparins og svo nátengd hon-
um, að eigi verður frá skilin.
Brautryðjandi nútímans í ævisagnaritun er Guðmundur Hagalín. Ugg-
laust verða ævisögur hans fræðimönnum síðari tíma sannkölluð náma.
En í mörgum þeirra er skáldskapur og veruleiki tvinnað saman líkt og
í Islendingasögum. Ætla ég, að svo sé um þessa bók í ríkara mæli en
gefið er í skyn á titilblaðinu. Er það síður en svo sagt henni til lasts.
Hún er í röð beztu ævisagna Hagalíns og mjög girnileg til lestrar. Ber
margt til.
Auk þess sem Hagalín er fáum líkur i skrásetningu ævisagna, reyn-
ist líf helztu söguhetjunnar forvitnilegt, af því að hún man ólikar tíðir,
hefur búið í tveim heimum, og það á tvennan hátt: dulrænum og verald-
legum, austan hafs og vestan: dulrænum, þar eð konan er rammskyggn;
veraldlegum, af því að hún er fram úr skarandi athafnasöm og ráðsnjöll.
Upptök skyggnigáfu Kristínar eru rakin til forfeðra hennar, og um
leið eru dregnar ógleymanlegar manna- og þjóðlífsmyndir frá æskustöðv-
um sögukonunnar í Mýrasýslu. Einkum er Guðmundur Sturlaugsson á
Hraunsnefi, langafi Kristínar, frábærlega skýr og skemmtilegur persónu-
leiki, ráðdeildarmaður mikill, framsýnn og forspár. Margt annað mann-
kosta- og gáfufólk er í ættinni, svo sem Helgi faðir hennar, Árnason,
skyggn jafnt á huldufólk og svipi, fræðaþulur og valmenni.
Ýmsir þjóðkunnir menn koma við sögu, t. d. Björn Jónsson ráðherra
og Thor Jensen, en hjó báðum vann Kristín, áður en hún fór vestur; er
lýsingin á þeim bráðskýr, einkar fögur og eflaust sönn. Læknarnir Guð-
mundur Björnsson, Guðmundur Magnússon og Sæmundur Bjamhéðins-
son og Haraldur Níelsson prófessor koma allir við sögu Kristinar hér
heima og Sigurður Júlíus Jóhannesson vestan hafs. Eru skýr drög að
persónulýsingum allra þessara merku manna. Inn í söguna vefjast at-
burðir timans, ekki sizt heimsstyrjöldin og þær stjórnmálahræringar,
sem í kjölfar hennar fylgdu. Hafði hvort tveggja örlagarík áhrif ó líf
Vestur-íslendinga, meðal annars á hag Kristínar Helgadóttur sjálfrar. En
til þess að skilja þau rök verður að lesa sögu hennar.
öllu því fólki, sem nefnt hefur verið, er sannarlega vert að kynnast.
En margt fleira mætti nefna. Til viðbóttar skal aðeins getið Sigtryggs
Kristjánssonar, bónda Kristínar, hugsjónariks sveimhuga með listamanns-
blóð í æðum. Draumurinn um nýjan heim undir betra skipulagi er hon-
um fyrir öllu, meira virði en ástkær eiginkona, börn og heimili. Leiðir
það til þess, að þau slita samvistir, Sigtryggur og Kristín. Hún ákveður
nð flytjast heim til Islands eftir 17 ára dvöl vestan hafs með öll börnin