Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 47
Þórarinn Björnsson
Áður en UFMH var endanlega stofnað höfðu KFUM og systurfélög þess
myndað með sér Starfsráð38 til að ræða stöðu og samstarfsgrundvöll
félaganna, ekki hvað síst í ljósi áhrifa náðargjafavakningarinnar. Setti
ráðið af stað níu manna starfshóp til að ijalla um kenningagrundvöll og
starfsskipulag hreyfinganna. Fjórir fulltrúar nefndarinnar, þar á meðal
Jónas Gíslason, fengu það hlutverk að ræða við fulltrúa náðargjafahreyf-
ingarinnar. Viðræðurnar leiddu ekki til einingar en juku gagnkvæman
skilning beggja aðila. I október 1977 stóð níumannanefndin síðan fyrir
ráðstefnu á vegum Starfsráðs um ýmis grundvallaratriði kristinnar
trúar. Ráðstefnan bar yfirskriftina Grundvöllurinn er Kristur og voru
erindin stuttu síðar gefin út í samnefndu riti.39
Af vettvangi KSF má geta þess að haustið 1971 kom sænski stúdenta-
leiðtoginn Torsten Josephson í heimsókn ásamt finnska sönghópnum
Gospelteamet sem Finninn Henrik Perret stjórnaði. Torsten var leiðandi
aðili í norræna kristilega stúdentastarfinu og hafði mikinn áhuga á aö
tengja Islendinga á ný hinu norræna samstarfi. Var tilgangur heim-
sóknar hans ekki hvað síst að kynnast starfi KSF af eigin raun og kanna
aukinn samstarfsgrundvöll. Torsten og finnski sönghópurinn tóku meðal
annars þátt í kristilegu stúdentamóti í Vindáshlíð40 og nokkrum fjöl-
mennum samkomum. Vakti heimsókn þessi talsverða athygli og efldi
starf KSF.
í kjölfar heimsóknarinnar kom mikill fjörkippur í tengsl KSS og KSF
við annað kristilegt skóla- og stúdentastarf á Norðurlöndunum og gerðust
íslendingar fullgildir aðilar að norræna samstarfinu (NK) árið 1972. Fóru
á næstu árum ijölmennir hópar bæði á norræn kristileg stúdentamót
(STUM) og norræn kristileg skólamót (SUM). í mörgum þessum ferðum
var Jónas með í för og þá gjarnan sem fararstjóri og einn af ræðumönnum
á viðkomandi móti.41
38 Starfsráð hóf göngu sína árið 1975 og áttu eftirtalin félög fulltrúa í ráðinu: KFUM,
KFUK, KSF, KSS og SÍK. Friðrik Schram hefur m.a. gert sögu UFMH nokkur skil og
skrifaði kjörsviðsritgerð í trúfræði árið 1985 sem nefndist: Nádargjöf og embætti.
39 Það var Bókaútgáfan Salt hf. sem gaf ritið út árið 1978. Þess má geta að sr. Jónas
Gíslason stýrði ráðstefnunni haustið 1978.
49 Jónas tók einnig þátt í mótinu í Vindáshlíð.
41 Á STUM fóru 3 íslendingar árið 1970, 9 árið 1971 en 22 árið 1972. Þá var sr. Jónas
Gíslason ræðumaður á mótinu, en íslenskur ræðumaður hafði þá ekki verið á norrænu
kristilegu stúdentamóti frá árinu 1950 í Reykjavík. Árið 1972 hófst einnig þátttaka
KSS í SUM og fóru rúmlega 30 þátttakendur frá fslandi. Jónas var fararstjóri
hópsins og ræðumaður á mótinu. Enn fleiri íslendingar tóku síðan þátt í SUM og
STUM næstu ár á eftir. Norræna samstarfsnefndin (NK) heitir í dag NOSA og er
Kristilega Skólahreyfingin aðili að henni.
45