Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 159

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 159
Jónas Gíslason honum og bað hann: „Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss!“ En jafnskjótt og hann hafði séð þessa sýn, leituðum vér færis að komst til Makedóníu, þar sem vér skildum, að Guð hafði kallað oss til þess að flytja þeim fagnaðarerindið.“ Þarna sést berlega, að höfundur Postulasögunnar slæst í fórina með Páli í Tróas og fer með honum til Evrópu. Telja má líklegt, að „vér- kaflarnir“ geti verið eins konar dagbókarfrásögn Lúkasar frá þeim tíma, er hann starfaði með Páli. Aðrar frásagnir seinni hluta Postulasögunnar eru byggðar á frásögnum Páls og nánustu aðstoðarmanna hans, en þeir voru samstarfs- menn Lúkasar. Hann þekkti því næsta vel atburði úr lífi og starfi Páls, þótt hann væri ekki sjálfur þátttakandi í þeim öllum. Án efa er sumt haft beint eftir Páli sjálfum, t.d. frásögnin af fyrstu kristniboðsferð Páls. Sama máli gegnir eflaust um frásöguna af postulafundinum í Jerúsalem, sem sagt er frá í 15. kafla. Um fyrri hluta Postulasögunnar hefur Lúkas eflaust fyrir sér frá- sagnir ýmissa þeirra, sem þar áttu hlut að máli. í 8. kafla segir frá atburðum, er snerta Filippus, ekki postula, heldur einn af djáknunum sjö, sem nefndir eru í 6. kaflanum. Postularnir létu kjósa þá til að annast safnaðarþjónustu í frumsöfnuðinum, þegar hann fór að stækka, til þess að postularnir gætu helgað sig boðun fagnaðarerindisins. í Post. 21:8 segir frá því, er Lúkas hitti Filippus. Þeir hafa þannig þekkzt og Filippus djákni er sennilega sjálfur heimildarmaður þeirra atburða, sem snerta hann persónulega. Þá gætu frásagnirnar af starfi Péturs postula hæglega verið frá honum sjálfum komnar, þótt líklegt verði einnig að telja, að Páll hafi ritað niður slíkar frásagnir, því að þær voru afar mikilvægar fyrir málstað hans sjálfs. Kannski hafa skinnbækurnar, sem Páll nefnir í 2. Tím. 4:13, geymt einhverjar slíkar frásögur: „Fær þú mér, þegar þú kemur, möttulinn, sem ég skildi eftir í Tróas hjá Karpusi, og bækurnar, einkanlega skinnbækurnar.“ Ekki er ólíklegt, að fyrstu kaflar Postulasögunnar byggi á sams konar heimildaöflun og Lúkasarguðspjall, en þar hafði Lúkas kynnt sér allt sem nánast samkvæmt frásögnum sjónarvotta og þjóna orðsins, Lúk. 1:1-2. Loks er það eitt megineinkenni Postulasögunnar, hve nákvæmlega eru raktar ræður postulanna, en þar sýnist mér líklegt, að Lúkas hafi stuðzt við ritaðar heimildir. Ræðurnar eru frásagnir af mikilvægum atburðum og bera með sér sanngildi sitt. Þær snerta beint viðkomandi atburð og eru nátengdar ytri aðstæðmn hverju sinni, bera margar einkenni höfunda sinna og eru greinilega ritaðar af heyrnar- og sjónarvottum. 157
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.