Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 19
SVEINN ÞORVAI.DSSON SKAKMAÐUR
aldurs og faðir þriggja barna. Þá varð og úti á heimleið frá Sauðár-
króki bóndinn á Fagranesi, maður á bezta aldri; lét hann einnig eftir
sig konu og þrjú börn. — Alls týndu lífi á óveðurssvæðinu nær þrír
tugir manna.
Nú komu sorgardagar miklir við Skagafjörð. Þar hafði ekki orðið
slíkur mannskaði um langan aldur. Og geta má þess, að með fráfalli
Sveins Þorvaldssonar höfðu foreldrar hans séð á bak börnum sínum
öllum utan einni dóttur, sem var þeirra yngst. Tæring hafði lagt þau
í gröf hvert af öðru.
Enginn fær gizkað á, hver orðið hefði skákframi Sveins Þorvalds-
sonar, hefði dauðinn vægt honum lengur en hann gerði. Hann lézt á
27. aldursári, en hafði þó „um 8 ára bil komið við skáksögu íslend-
inga sem einn hinna fremstu skákmanna landsins", segir í samtíma-
skákblaði. En þar er minnt á, að hann hafi skort mjög skilyrði til
æfinga og því ekki orðið „eins mikils þroska auðið í skáldist og
búast hefði mátt við eftir hinni glæsilegu byrjun hans", hafi hann
þó að vísu tekið stöðugri framför.
Á Svein Þorvaldsson var borið lof fyrir sakir prúðmennsku og
heiðarleika, er hann þreytti keppni í íþrótt sinni. En líf hans var
allt á sama veg. Með honum hvarf því ekki aðeins gáfaður og hátt-
vís skákmaður, heldur einnig góður drengur.
Heimildir: Skagf. æviskrár III, bls. 340—42; íslenzkt skákblað 3.
hefti 1927; Skákblaðið 4. tbl. 1935 og 1. tbl. 1936; Morgunblaðið
15. og 17. des. 1935. Fundargerðabók taflfélagsins á Sauðárkróki;
vitneskja frá ýmsum mönnum, sem voru Sveini Þorvaldssyni sam-
tíða á Sauðárkróki, einkanlega Kristjáni C. Magnússyni, Sveini og
Albert Sölvasonum, Friðvini Þorsteinssyni, Jóni Eðvald Guðmunds-
syni og Óskari Magnússyni.
2
17