Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 23
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
Eftir margra ára búskap á Leifsstöðum flutmst þau Illugi og Þor-
björg í Skagafjörð, líklegast um 1776. Þá rýmdu þau fyrir Valgerði
dóttur sinni og manni hennar. 1784 hættu þau búskap á Krithóli
í Lýtingsstaðahreppi, vafalaust vegna Móðuharðindanna. Víst má
telja, að þá hefur Illugi horfið til Guðmundar Jónssonar í Þverárdal
og frændkonu sinnar, Ingibjargar Andrésdóttur. En þau bjuggu síðar
í Stóradal. í Þverárdal er Illugi Björnsson talinn vinnumaður 1787,
þá 61 árs að aldri.
Vafalaust hefur Björn Illugason fylgzt með foreldrum sínum til
Skagafjarðar um 1776, en þá hafa þau sennilega flutzt að Krithóli.
Og víst er það, að árið 1780 var Björn vinnumaður á Reynistað.
Hann var talinn þrekmaður mikill og ömll, en snemma orðhvass og
óvæginn. Ugglaust hefur hann á þessum árum getað valið um góðar
vistir. Á Reynistað bjuggu þá Halldór klausturhaldari Vídalín Bjarna-
son frá Þingeyrum, Halldórssonar, og kona hans Ragnheiður Einars-
dóttir frá Söndum.
Alkunn eru örlög sona þeirra hjóna, Bjarna og Einars, og svo
fylgdarmanna þeirra bræðra haustið 1780. Reyni ég ekki til að endur-
segja nákvæmlega þá sögu hér. Reynistaðarhjón sendu vemrinn eftir,
fyrir jól, tvo menn suður í Hreppa til þess að spyrjast fyrir um þá
bræður og fylgdarmenn þeirra. Til þeirrar farar voru fengnir Grafar-
Jón Bjarnason, ferðagarpur mikill, þá sjötugur að aldri, og ásamt
honum Björn Illugason á Reynistað. Fóru þeir fjöll suður og að sunn-
an. Þótti það dirfskuför mikil og ekki hent öðrum en harðsæknum
mönnum og áræðnum. Kom þá fram, að þeir Reynistaðarmenn höfðu
lagt af stað að sunnan í lok októbermánaðar með 200 fjár og farið
Kjalveg. Varð þá ljóst, að allir hefðu þeir farizt á fjöllunum. Lá allt
kyrrt að svo komnu. Snemma sumars 1781 voru að tilhlutan Reyni-
staðarhjóna gerðar fjölmennar leitir að líkum bræðranna og föru-
nauta þeirra. Allar urðu þær leitir árangurslausar. Þá hófust sam-
sumars ferðir suður Kjöl til fjárkaupa á Suðurlandi. Var það af þeirri
ástæðu, að niðurskurður sauðfjár hafði þá farið fram vegna fjárkláð-
ans.
Maður hét Jón Egilsson, bóndi á Reykjum á Reykjaströnd (af ætt
hinna fornu Geitaskarðsmanna). Hann fór suður til fjárkaupa fyrir
21