Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 27
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
synjunareiður innan sex vikna frá dagsetningu dómsins um, að þeir
hvorki hafi fundið, hulið eða burt flutt lík sona klausturhaldarans,
Bjarna og Einars, úr því niður fallna tjaldi í Kjalhrauni, sem þau
um sumarið 1781 voru af Tómasi Jónssyni og þremur hans sam-
ferðamönnum undir fundin, og ekkert viti þeir til þess, hvernig þau
séu þaðan burt komin, „að hverjum eið aflögðum Jón, Sigurður og
Björn fríkennast fyrir þeirra hvarfi, og á ei að koma þeim til nokkr-
ar óvirðingar. En þar soleiðis sökin með þeirra eiði er afgerð, til-
dæmast þeim hvorki bætur eða processomkostninger".
Klausturhaldari mótmælti dómnum og vísaði honum til æðri rétt-
ar.1
Hinn 23. júlí 1784 kom svo málið fyrir lögþingsréttinn á Alþingi.
Skipaði Stefán amtmaður Thorarensen þar dómarasæti sem lögmaður
norðan og vestan. En enginn þeirra sakborninga var þar kominn og
ekki neinn, er færi með umboð þeirra, þótt þeim hefði löglega stefnt
verið. Var þeim, eftir N. L., lagður lögdagur til næsta lögþings að
koma fyrir réttinn á alþingi 8. júlí næsta ár eða lýsa löglegum for-
föllum ella.
Hinn 18. júlí 1785 kom málið enn fyrir lögþingsréttinn. Skipaði
Stefán Thorarensen þar dómarasæti sem áður. Sakborningum hafði
öllum verið löglega stefnt til alþingis. Var þó enginn þeirra þar
kominn. Jón Egilsson var þá. látinn. Voru því forföll hans fullgild.
En ekki sést, að nokkur maður hafi verið þangað kominn til þess
að halda uppi vörn fyrir Sigurð og Björn.
Dómarinn telur sterkar líkur vera til þess, að lík Einars, sonar
klausturhaldarans, hafi ekki verið í tjaldinu, þá er þeir Tómas Jóns-
son og förunautar hans fundu það, því að þrjú vitnanna hafi ei séð
þar „utan einasta 3 lík, hvert þeirra vitni einkum og svo styrkist
þar með, að ei utan 3 hnakkar eru heldur við þennan tjaldstað nokk-
urn tíma fundnir, hvers vegna og sú grunsemi um, að 2 lík hafi úr
1 Mér þykir það ekki með öllu óhugsandi, með því að Sunnlendingar vissu
um lok Reynistaðarmanna á Kili, að einhver þeirra eða einhverjir hafi
gert sér ferð norður um Kjöl, fundið tjaldið skömmu á eftir Tómasi og
farið þeim höndum um lík þræðranna, sem Jón Egilsson var sakaður um.
Djarfir misindismenn hafa verið til í öllum landsfjórðungum.
25