Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 34
SKAGFIRBINGABÓK
sé m. a. átt við það, að amtmenn hafi þá skipað hreppstjóra. Um
hreppstjórakjör í Hólahreppi 1810 er farið svofelldum orðum í Sögu
frá Skagfirðingum: „Hreppstjórar voru þá teknir í Skagafirði fyrst
á Viðvíkurþingi, Gísli Árnason, er þá bjó í Ásgeirsbrekku, yfir Við-
víkurhrepp, og Jón bróðir hans í Garði yfir Hegranes. Runólfur
Jakobsson yfir Hjaltadal [Hólahrepp]. Hann var austfirzkur að ætt
og skyldur nokkuð Þorkeli stiftprófasti, því að amtmaður vildi ei
hafa Björn Illugason í Ási, sakir stórmennsku hans, og enn síður
þá Guðbrand eða Hall, er áður voru, og virti mest til þess höndl-
unarkæruna.”
Runólfur Jakobsson sinnti ekki nema eitt ár hreppstjórastarfi. Var
þá skipaður í hans stað Gísli Árnason, sem áður var nefndur, og
var þá jafnframt hreppstjóri Viðvíkurhrepps. Er ekki ósennilegt, að
það hafi verið vegna atbeina amtmanns. Hafði Gísli af því litla
hamingju. Saga frá Skagfirðingum fer um þetta svofelldum orðum
(við árið 1814): „Þann tíma lét Gísli Árnason, er þá bjó í Hof-
staðaseli, af Hólahrepp, en Jón á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, son
Jóns læknis, var eiðtekinn þar. Hann var lítt fastráður, enda voru
þar ráð öll, sem Gísli konrektor var eða Björn Illugason í Ási. Þótti
Hjaltdælingum Gísli hreppstjóri hafa illa skilið við hreppsreikninga,
og töluðu þeir Jón það með sér, en Gísli fór jafnan undan með
hægð, og varð ei meira af því að sinni." Og enn 1815: „Kærðu
Hjaltdælir á Gísla hreppstjóra, er andaður var, og erfingja hans um
þá [reikninga Hólahrepps], að sumt væri runnið inn í bú hans.
Voru mest fyrir því Gísli konrektor og Björn Illugason, en Jón
hreppstjóri fór að þeirra ráðum. Var þingað um það í Viðvík hinn
31. ágúst, og dæmdist búinu allmikið útsvar til Hólahrepps, en þó
miklu minna en til var ætlað."
Sáttanefndir voru settar á fót samkvæmt konungsbréfi frá 1795.
Um sáttanefndirnar er farið svofelldum orðum í Sögu frá Skagfirð-
ingum:
32