Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 35
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
„Þá komu upp [1796] sáttamenn og önnur réttaraðferð en fyrri
var, og skyldu prestar sáttamenn vera, og þó ei allir, en hver í til-
teknu umdæmi, og voru þau stór, og einn bóndi í hinu sama um-
dæmi með þeim. Þeir skyldi sætta öll mál, er eigi tæki til konungs-
réttar, en vísa þeim til dóms, er ei varð sáttum á komið."
Og enn hin sama heimild:
„Nú tókust sáttanefndirnar hér á landi og afstýrðu þær síðan
mörgum málaferlum, og þó ei svo mörgum sem menn mundu ætla,
og var það helzt efni til, að hvert smáræði, er menn hlífðust áður
við að bera undir dóm eða til sýslumanns eða sýslumenn gerðu
lítið úr, þá var nú allt borið fyrir sáttamenn, og kom síðan hvað
eina fyrir dóma, hversu lítið sem var, ef ei varð af sáttmálum."
Björn Illugason var sáttamaður í Viðvíkurumdæmi, sem var all-
stórt. Skipaði hann þá stöðu óslitið tutmgu ár. Hann undirritaði
eiðstaf sinn sem forlíkunarmaður 25. apríl 1808 og lét af störfum
1828. Var samstarfsmaður hans öll þau ár Gísli Jónsson áður nefnd-
ur, konrektor, síðast prestur í Stærra-Árskógi. Hættu þeir störfum
jafnsnemma, en í þeirra stað komu þeir séra Benedikt Vigfússon
á Hólum og Jóhannes Jónsson hreppstjóri í Hofstaðaseli. Undir-
rituðu þeir eiðstaf sinn 17. september 1828.
Ekki hefði Birni verið falið þetta starf, nema hann hafi verið vel
hæfur til þess. Ég hef lesið sáttabók Viðvíkurumdæmis frá þessum
árum. Er það álit mitt, eftir því sem ráða má af málsefnum, að
Björn hafi reynzt því starfi prýðilega vaxinn. Hefur hann hvorki
skort hugkvæmni né einurð til þess að koma á sáttum, þótt máls-
efni væru deiluaðilum viðkvæm.
Ágreiningsmál komu mörg fyrir sáttafundi og af ýmsu tæi. Má
helzt nefna deilur um viðskipti, ágreining um ábúð og landsnytjar,
móðgunarorð, ofbeldi með barsmíðum og meiðingum og margt fleira,
sumt krumfengið. Flest málin voru leidd til sátta. Nokkrum þeirra
var vísað til dómstóla. Komu þó sum þeirra aftur fyrir sáttanefnd
og voru þá jöfnuð með sætt.
Árið 1812 var haldinn sáttafundur í Viðvík. Deildu þeir þá Páll
Hjálmarsson og Gísli Jónsson sáttamaður um landsnytjar, ekki smá-
vægilegar. Þeir bjuggu þá báðir á Hólum. Álít ég, að Gísli hafi
3
33