Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 39
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
janúarmánaðar um veturinn, og sótti Björn málið vegna hreppstjór-
ans, en Páll rektor varði. Gáfu þeir hvor öðrum hnýfilyrði og var
Björn drjúgari, og þó með stillingu, því að rektor var lítill laga-
maður. Kom svo, að Þorsteini var dæmt að útvega jarðnæði og hafa
málnytu áður en hann mætti kvongast..."
1818 „Á því sumri andaðist Kjartan bóndi Bjarnason í Brimnesi,
bróðir Jóns á Bakka, er þá var fyrir löngu dáinn; hann hafði átt
vingott í Viðvík, hafði hann fengið í elli sinni roskinnar konu, er
Signý hét Ormsdóttir frá Krákugerði, og viljað gjarnan, að hún nyti
jarðarinnar, og þar styrkti sýslumaður hana til og ætlaði sér ekki til
launa, þá er skipt var, en Björn Illugason fylgdi að því og hafði
hann undirmál við Signýju, sem síðar kom fram..."
1821 „Þá varð misklíð um beit, gekk Signý í Brimnesi nokkuð
svo á Viðvíkurland, en þá ætlaði Björn Illugason að kaupa af henni
landið. Vildi þá ekki sýslumaður hafa hann að sáttamanni og ei
heldur Gísla Jónsson prest á Hólum.1 [............] Beiddist þá
sýslumaður af amtmanni að fá þá fyrir sáttamenn, Magnús prest
Magnússon í Glaumbæ og Jón Oddsson á Bessastöðum, og fékk hann
þá, en það fylgdi, að amtmaður bauð honum að helga Viðvík land
allt, er hún mætti eiga, og þótti honum það hart, þar sem hann
var leiguliði og hafði ei jörðina frjálsa; stefndi hann nú Signýju
fyrst og komu sáttamenn, en hún ekki, en er þeir voru á brottu,
kom hún og sættist á áganginn, heimti sýslumaður ei annað af henni
en hún legði nokkuð fátækum, en nú varð hann að semja um landa-
merki og mátti eigi draga það fyrir þá sök, að Björn flutti sig
sjálfur á Brimnes, en lét eftir Gunnlaugi syni sínum Neðra-Ás, kom
þá Magnús prestur og Jón Oddsson og riðu á löndin og sögðu ætlan
sína, en fyrir því að amtmaður hafði áskilið sér að samþykkja sætt-
irnar áður en þær væri gildar, vildi Björn engar semja, en það var
um skógland og rekamark, sem Viðvík og Brimnesi bar á milli; lá
1 Var það vegna náinna tengda, er með þeim voru (Birni og séra Gísla)
og síðar verður nánar að vikið. Sleppi ég hér nokkrum línum og set punkta
innan hornklofa í þeirra stað. Efni þeirra kemur fram í þættinum síðar.
37