Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 44
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki væri vinátta með Birni og Jóni Espólín sýslumanni, gekk yfir-
valdið ekki fram hjá honum og titlaði hann ýmist sem hreppstjóra
eða forlíkunarmann í bókunum sínum, eftir því sem við átti hverju
sinni.
Enda þótt Björn væri tekinn fast að eldast, er hér var komið, þótti
honum ekki nægilegt olnbogarými í Brimnesi, er Pálmi var tekinn
þar við búi. Fluttist hann vorið 1830 að eignarjörð sinni, Efra-Ási.
Þótt Björn væri talinn sjá vel um hag sinn og gjarn til ágengni,
má veita því eftirtekt, að honum fer hið bezta við son sinn og stjúp-
son. Þegar Gunnlaugur reisir bú í Neðra-Ási, fær Björn honum í
hendur gangandi fé svo ríflega, að þeir feðgar eru þá þegar næstum
því jafnir að búfjártíund. Sama hátt hefur Björn á, þegar Pálmi
stjúpsonur hans reisir bú í Brimnesi.
Björn bjó góðu búi í Efra-Ási, sem fór sífellt vaxandi. Varð bú-
fjártíund hans þar mest 19 hundruð. Hefur hann vafalaust notið
þar kyrrlátrar elli og haft sæmilega heilsu. Þess getur séra Benedikt
Vigfússon í húsvitjunarbók, að Björn hafi verið „guðhræddur". Er
með þessu sennilega átt við það, að hann hafi sótt vel kirkju sína
á Hólum.
Ekki stilli ég mig um að skjóta hér inn stuttum frásögukafla úr
Sögu frá Skagfirðingum. Hefur hann á sér nokkurn sennileikablæ.
Er líkast því sem sjónar- og heyrnarvottur hafi verið heimildar-
maður söguritara: „... en þá var það, er Sölvi prestur fá Hjaltastöð-
um] var heill, að hann vildi leita fyrir Jón [Grundar-Jón] að fá
honum jörð, reið hann heim í Hjaltadal og Jón með honum og hitti
Benedikt prest á Hólum og báðu hann leggja til við Björn Illuga-
son, er þá bjó í Efra-Ási [......] að hann fengi Brekkukot, er Björn
átti. Prestur lét Björn vita það áður en þeir komu á hans fund.
Björn sat á rúmi sínu og batt á sig skó, er honum kom sú fregn,
leysti hann þegar af sér og kvað annað tiltækilegra, lagðist hann í
rúm sitt og drakk brennivín. Þá komu þeir Sölvi prestur og Jón og
beiddust inngöngu. Björn lét segja þeim: „Inn má skelmirinn ganga.
42