Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 56
SKAGFIRBINGABÓK
sem erum tvíburar. Við komum að Breið og fengum þar samfylgd.
Það voru hjónin Kristinn Tómasson og Jónína Óladórtir og ef til
vill sonur þeirra, Ástvaldur Eydal, ég man það ekki fyrir víst. Krist-
inn og Jónína voru í húsmennsku á Breið og voru víða í sveitinni
á þessum árum og oftast í húsmennsku. Þau höfðu áður verið á
Sveinsstöðum og voru því kunnug móður minni. Kristinn var að
sjálfsögðu fararstjóri fyrir konum og börnum í þessari ferð, enda
maður á góðum aldri og vel metinn af þeim, sem þekktu hann. Ekki
man ég neitt frá ferðinni fram að Goðdölum nema að þreyttur var
ég orðinn, en sú þreyta leið frá í kirkjunni undir sálmasöng við
dauft skin frá kertaljósum og Guðs orði, sem ég veit ekki, hversu
vel ég hef varðveitt, því ég man ekkert úr ræðu prestsins, en hitt
er ljóslifandi í minni mínu, þegar presturinn, séra Sigfús á Mæli-
felli, stóð við borð inni í baðstofu, mikilúðlegur og virðulegur að
vanda, og afhenti börnunum jóiakveðjur frá dönskum sunnudaga-
skólabörnum. Þessar jólakveðjur fengu öll börn, sem voru orðin læs,
en prestur vissi, hver þau voru. Ég lét ekki bíða að fletta þessum
blöðum, og þar var mynd yfir heila síðu, þar sem fjárhirðarnir höfðu
fundið Jósef og Maríu og barnið, en skilrúm og bjálkaviðir hússins
í baksýn.
Farið var að skyggja, þegar lagt var af stað heim, og þegar við
komum út fyrir ofan Tunguháls, var orðið dimmt, og við það bætt-
ist, að það fór að snjóa í logni, og lá leiðin norður Geithúsmela
vestan við Geithús, gömul beitarhús frá Breið, sem hafa verið notuð
til skamms tíma. Þó dimmt væri af nótt og mokhríð, héldum við
áfram óttalaus og treystum forustu Kristins. Við gengum lengi lengi
og vorum orðin undrandi yfir því að vera ekki komin að Breiðar-
gerði, sem er næsti bær fyrir sunnan Breið og örstutt á milli. Loks
komum við að girðingu, sem ekki átti að vera til á okkar leið. En
Kristinn áttaði sig samt á því, hvar við vorum, og vorum við þá
búin að villast mikið.
Goðdalakistu ber við loft í suðri, séð úr vestanverðri Tungusveit,
og norður frá henni liggur fjallshryggur, sem skilur Svartárdal og
Vesturdal. Þetta fjall, sem oft er kallað Goðdalaháls, lækkar smátt og
smátt til norðurs allt að Breiðargerðislæk. Vorið 1914 hóf búskap
54