Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 61
JÓN GOTTSKÁLKSSON,
SKAGAMANNASKÁLD
eftir SIGURJÓN BJÖRNSSON
I.
Fjarri alfaraleið, norðan Tindastóls, teygir sig Skaginn
móti yzta hafi. Heldur er hljótt og fáförult á strandlengju þessari,
sem kúrir veðrum lamin undir Skagaheiðinni. Stöku bær hefur að
vísu á sér svipmót nútímans: steinhús, vélar og ræktun. Aðrir hvíla
ellimóðir og lotlegir í grænum túnkraga, og svo eru þeir, sem fyrir
löngu eru sofnaðir svefninum langa og tún þeirra bitin í rót.
Þessi fámenna og kyrrláta sveit, sem hraði og framfarir vélaaldar
hafa að mestu sneitt hjá, má muna fífil sinn fegri. Á 19. öldinni
var þar þróttmikið og gróskuríkt athafnalíf. Skagamenn sóttu fast
sjóinn frá verstöðvum á Selnesi, Ketu, Hrauni og víðar. Vaskir og
ótrauðir stýrðu þeir hlunnadýrum sínum „fram um breiðan flyðru-
hyl" og létu sér hvergi bregða, þótt hrönn yggldi brúnir. Djarfir
piltar sigu í björg Drangeyjar eftir svartfuglseggjum, aðrir veiddu
þúsundir fugla á fleka og færðu drjúgan feng í bú. Skaginn átti því
marga matarholuna og var oft aflögufær, enda fóru innsveitabændur
þangað margar ferðir eftir sjófangi, fugli og rekavið, því að vogrek
var þar mikið. Á Skaga voru margir hagleiksmenn, sem telgdu í tré,
smíðuðu aska og spæni og unnu fagra gripi úr rauðaviði og öðrum
eðaltrjám, er að landi bar. Og eins og að líkum lætur, var oft æði
hávaðasamt og sollgjarnt. Sagt var, að Skagamenn gætu sopið hraust-
lega, og fremur var þeim hrösult á siðferðissvellinu, ef kirkjubækur
59