Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 64
SKAGFIRÐINGABÓK
amaðist kirkjan ekki við því, að Gottskálk gegndi störfum meðhjálp-
ara í mörg ár.
Svo forhertur var Gottskálk þó ekki, að hann syndgaði iðrunar-
laust. Um það vitnar eftirfarandi frásögn Gísla Konráðssonar í Sögu
Skagstrendinga og Skagamanna: Eitt sinn er Björn prestur1 söng tíðir
í Kem, reið með honum Björn Björnsson meðhjálpari frá Illugastöð-
um.2 Nú ber svo til, þá Björn prestur hélt ræðu sína í stólnum, að
Gottskálk viknaði svo, að hann felldi tár. Björn stökk þá upp, því að
hann var nokkuð svo ölvaður, þreif í öxl Gottskálki og mælti: „Gráttu
ekki, Gosi minn, þú ert svo sem eins og svoleiðis ekki syndugri en
aðrir menn. Þegi þú og vertu góður eins og aðrir, sem hér eru inni,
þú ert ekki syndugri en aðrir, sem þegja og eru góðir". En eigi lét
Gottskálk af harminum fyrir þessi orð. Þá segir Björn byrstur mjög:
„Þér var þá nær að skipta þér ekki af henni Valgerði, karl minn".
Nokkurs hefði þó vissulega verið í misst, ef Gottskálk hefði ekki
þrívegis gerzt brotlegur með Vaigerði sinni. Ragnhildur dóttir þeirra
varð myndarkona. Hún ól allan aldur sinn á Skaga, giftist þar, og er
frá þeim hjónum komið margt mannvænlegt og vel gefið fólk. Þang-
skála-Lilju kannast margir við af hinum snjöllu vísum hennar. Hún
er vafalaust meðal hinna kunnustu hagyrtra kvenna á síðustu öld. Og
Jón: Hann talar hér sínu máli sjálfur.
Ekki er mér kunnugt um, hver atgerviskona Valgerður var, en ætla
má, að ættarfylgja hennar hafi verið í betra lagi. Hún var þó ekki af
neinum auðmönnum komin. Hún var fædd á Umsvölum í Þing-
eyrasókn 4. október 1806, dóttir hjónanna Árna Jónssonar3 og Val-
gerðar Illugadóttur. Höfðu þau gengið í hjónaband tæpri viku áður,
og var Valgerður seinni kona Árna. Faðir Árna var Jón bóndi í Vík-
um. „Var sá Jón haldinn margfróður, þótt ekki gerði hann mein mönn-
1 Síra Björn Arnórsson, prestur í Hvammi 1827—1852.
2 Björn var meðhjálpari í Hvammskirkju. Hann var merkisbóndi, en nokk-
uð ölkær, og eru ýmis skrýtin tilsvör og orðatiltæki eftir honum höfð. Björn
var tengdafaðir Gunnars hreppstjóra Gunnarssonar á Skíðastöðum. Sjá Skag-
firðingabók III., bis. 187.
3 Pétur Zóphoníasson segir, að Arni hafi verið Arnason frá Brekkukoti í
Þingi. Það er í mótsögn við kirkjubækur.
62