Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 71
JÓN SKAGAMANNASKÁLD
Margt er fár í heimi hér,
— hart nær klárast geðsmuner —
hjarta- sára -skurði sker,
skarta tár á vöngum mér.
Jón mun hafa kennt Solveigu um ótryggð við sig, þó að sumir
telji reyndar, að aðalorsökin hafi verið lauslyndi og stefnuleysi hans
sjálfs. En skoðun Jóns er hér nokkuð skýr:
Slag fær byggðin innra enn,
agar styggða grandið,
á snaga ódyggða sundur senn
sagast tryggðabandið.
Hunangsart á vörum var
veiga bjartri línu,
en eitur- svarta -orminn bar
innst í hjarta sínu.1
Sumir hafa fyrir satt, að óvandir hafi hér róið undir og spillt
á milli hjónaleysanna. Vitna þeir í eftirfarandi vísu því til stuðnings:
Ornin svarta undir rær,
ei sem bjarta lofið fær.
Gammur hart með glenntar klær
glefsaði hjarta mínu nær.
Sambúð Jóns og Solveigar hefur ekki staðið nema rumt ár, því
að á árinu 1868 fer Solveig vinnukona að Hrauni og árið eftir
flyzt hún vestur yfir sýslumörkin og staðfestist þar. Jón flutti aftur
á móti að Ytra-Mallandi með syni sínum. Var Jóhannes upp frá því
oftast á vegum föður síns, unz hann fullorðnaðist. En hann varð
ekki langlífur maður, því að örlög hans urðu þau að drukkna í sjó-
slysi því, er varð á Kirkjuflös undan Fagranesi 30. maí 1891.2
1 Aðrir eigna Birni Schram þessa vísu og er þá fyrsta hending höfð svo:
Blíðuskart á vörum var.
2 Sjá nánar um Jóhannes og slys þetta í Sögu Sauðárkróks I. b., bls. 162—
164.
69