Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 75
JÓN SKAGAMANNASKÁLÐ
þá kirkjan loks lagt blessun sína yfir heldur hrakningasamt ástalíf
Skagaskáldsins, enda tími til kominn, þar sem hann er nú farinn fast
að nálgast fimmtugsaldurinn.
Sauravist hinna nýgiftu hjóna varð ekki löng, því að strax á næsta
ári fara þau aftur austur yfir. Hafna þau í húsmennsku á Hóli
á Skaga. Þar fæðist þeim þriðja barnið, Valgerður Guðbjörg (f. 23.
desember 1884).
En nú fer Jón að letjast á flandri sínu. Er hvort tveggja, að hann
tekur að eldast og svo hitt, að fjölskyldan er orðin nokkuð stór. Þau
dveljast eitt eða tvö ár í Kleifargerði, en þaðan fara þau svo í hús-
mennsku að Selá og eru þar um kyrrt frá 1887—1897. Bætist þeim
þar fjórða barnið í hópinn, Ingibjörg (f. 20. nóvember 1891). Árið
1897 flytja þau sig út fyrir túnfótinn á Selá, að afbýli þaðan, sem
Akur nefnist. Ingibjörg dóttir þeirra varð eftir á Selá og hlaut
uppeldi sitt sem fósturbarn bóndans þar, Guðmundar Andréssonar.
Á Akri dveljast þau Guðrún til ársins 1906, að einu ári undanskildu
(1899). Þá er farið að nálgast endalok Jóns. Hann þarf ekki miklu
lengur að dvelja við armóð sem „lítils metinn aumingi", því að sulla-
veikin bindur enda á ævi hans síðar á árinu, eins og fyrr er sagt.
Þá var hann kominn frá Akri og fékk aðhlynningu síðustu stund-
irnar hjá vinum sínum á Hrauni. Guðrún lifði ekki mann sinn í
mörg ár, þó að hún væri allmiklu yngri. Hún andaðist þann 11.
nóvember 1909.
Þegar Jón var fluttur að Hrauni, eflaust hrumur orðinn og elli-
móður, var honum þakklæti efst í huga:
Eg bið þess af öllum hug,
að æðstur guð þeim launi,
sem að sýndu dáð og dug
að drífa mig að Hrauni.
En Jón orti fleira á síðasta æviári sínu, og er viðeigandi að ljúka
æviágripi hans með þeim þrem vísum, sem hann kvað, er hann
fann dauðann nálgast:
73