Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 99
JÓN SKAGAMANNASKÁLD
Skyrtu eina á skrokki bar hann
skemmu svo til býst.
Á línbrókum einum var hann,
öðrum klæðum sízt.1
Þegar Jón hafði lokið við að yrkja rímurnar, fékk hann góðvin sinn
einn, Þórð Blöndal, síðar verzlunarmann á Sauðárkróki, til að hrein-
rita handritið. Launaði hann honum ómakið með eftirfarandi tveim
vísum:
Brönufóstra bragargerð
burtu héðan strýkur,
byrjar nú á flökkuferð
fram til Reykjavíkur.
Sinni hönd með ritar rétt,
reglum vöndum bundinn.
Stafaböndin þessi þétt
Þórður Blöndal hefur sett.
Rímnaöldin var að kveðja, þegar Hálfdanarrímur sáu dagsins ljós,
og varð Jón að gjalda þess eins og aðrir, sem svo seint voru á ferð.
Samt sem áður féllu þær ekki með öllu í ófrjóa mold. Skagamenn
voru öðrum fremur fastheldnir á gamlar hefðir, og andi nítjándu
aldar sveif þar lengur yfir vötnum en víða annars staðar. Þeir kváðu
rímurnar enn um sinn og lærðu úr þeim. Enn er til fólk á Skaga,
sem geymir rímur Brönufóstra á kistubotni og hugsar hlýtt til gamla
Gosa og liðinna ánægjustunda, þegar á þær er minnzt.
IX.
JÓN Gottskálksson var barn síns tíma. Hann fylgdi trúlega
gamalli og gróinni skáldskaparhefð, þar sem akkur þótti í dýrum og
margslungnum kenningum, en minna var skeytt um það, sem menn
1 Fylgí er að mestu hinni prentuðu útgáfu rímnanna um stafsetningu og
merkjaskipan.
97