Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 112
SKAGFIRÐINGABÓK
Samtímis munu göturnar í gilinu hafa verið lagfærðar. Eru þetta
fyrstu vegabætur, sem vitað er um í gilinu. Sprengt var með púðri,
og stjórnaði Jón Jónsson, bóndi á Gilsbakka, því verki.
Upp frá klettunum liggur vegurinn enn í krákustígum, unz barm-
inum er náð. Efsti sneiðingurinn er brattur á kafla. Skammt ofan
við bratta kaflann skulum við staldra við og litast um. Rétt neðan
við veginn sjáum við stóran stein, sem þó lætur ekki mikið yfir
sér í stórbrotnu landslagi. Samt er þetta legsteinn, þ. e. legsteinn yfir
stúlku, sem kannski hefur aldrei verið til nema í hugarheimi fólks-
ins í dalnum. Munnmælin segja, að þegar smalastúlka, sem var frá
Merkigili eða Oxl, kom heim með ærnar eitt kvöldið, þá hafi strokk-
urinn, sem hún bar á bakinu, verið ógenginn. Hafi húsbóndi hennar
þá drepið hana í bræði sinni og dysjað undir steininum. Um langt
skeið var sú trú ríkjandi, að kasta skyldi þremur steinum á dysina,
þegar menn færu yfir gilið í fyrsta sinn. Væri þessu ráði hlýtt,
myndi engan slys henda í gilinu þaðan í frá, ella gæti verr farið.
Enda þótt trúin á þessar slysavarnir sé nokkuð á undanhaldi, þá sjá
fáir ástæðu til að breyta út af hinni fornu venju, ef þeir annars
vita um hana.
Vegurinn yfir gilið er ítæpur kílómetri. Dýpt þess þarna er um
90 metrar. Frá gilinu tekur vegurinn stefnu á Merkigilsbæ. Er það
ámóta vegalengd og frá gilinu heim að Gilsbakka.
Mikið magn þungavöru hefur verið flutt yfir Merkigilið frá fyrstu
tíð og kostað mikið erfiði hjá mönnum og hestum. Fyrst og fremst
var það brattinn, sem erfiðleikum olli, þó að fleira kæmi til. Það
mátti kalla vei sloppið að komast með klyfjahest alla leið niður,
án þess að fram af honum færi. En ekki kom að sök, þó að nokkuð
væri komið framarlega á hestinum, þegar niður kom. Það fór að
færast aftur á leiðinni upp. Það skal tekið fram, að talið var komið
fram af, þegar tilgangslaust var að halda áfram, án þess að laga á.
Sjaldan var beðið eftir því, að reiðingurinn steyptist alveg fram af
hestinum.
Þegar drögur voru fluttar, þá voru hinar kröppu beygjur mjög
til baga. Varð þá að bera til endana á drögunum, annars stóð hest-
urinn fastur í beygjunum. Drögur var það kallað, þegar viður var
110