Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 114
SKAGFI RÐl NGABOK
heima á Merkigili, þá nytjaði hann Stigasel um tveggja ára skeið
og gekk þangað til gegninga. Var þá eitt sinn, er hann var á leið
upp hrygginn í gilinu norðanverðu, að snjóflóð mikið kom á móti
honum, en klofnaði rétt framan við tærnar á honum og féll út af
hryggnum báðum megin. Eftir þetta fór Steingrímur jafnan á Mið-
stig, ef honum þótti snjóflóðahætt hið efra.
Einhverju sinni á þessum árum var það, að Steingrímur var stadd-
ur á selinu, að til hans kemur Sigríður Hallgrímsdóttir, síðar hús-
freyja á Fremri-Kotum. Var hún á leið fram fyrir gilið. Biður hún
Steingrím að lofa sér að verða samferða suður yfir. Hefur gilið vafa-
laust verið talið illt yfirferðar. Steingrímur, sem var annálaður
göngugarpur, tók konunni fálega, hefur búizt við að hafa trafala af
samfylgdinni. Fer hann geyst suður í Vegamel og hirðir ekki um,
hvort Sigríði gengur betur eða verr. Eigi að síður fylgir hún honum
fast eftir á göngunni. Rifahjarn var í gjánni sunnan við melinn alla
leið niður á ána. Hugðist nú Steingrímur losna við samfylgdina, er
hann bregður á það ráð að setjast klofvega á broddstaf sinn og
renna sér þannig niður eftir hjarninu. Sigríður lætur sér hvergi
bregða og rennir sér á eftir með sama hætti. Komust bæði slysa-
laust niður. Tekur nú Steingrímur enn sprettinn og slakar ekki á,
fyrr en uppi á kletti. Tyllir hann sér þá niður. Er þá Sigríður enn
á hælum hans og spyr, hvort hann ætli ekki að halda áfram. Varð
nú Steingrímur vonlaus um að hrista hana af sér og var hinn ljúf-
asti, það sem eftir var leiðarinnar.
Ollu glæfralegri ferð niður í gilið á sama stað var sú, sem nú skal
sagt frá. Enn var það kona, sem leið átti yfir. Ekki tekst nú leng-
ur að fá hana nafngreinda. Væri ekki með öllu útilokað, að þar
hefði sama Sigríður verið á ferð. Tel ég það þó hæpna tilgátu. Held
frekar, að þessi ferð hafi verið farin alllöngu seinna. Hver sem kon-
an annars var, þá þurfti hún að koma tryppi einu, lítt bandvönu,
fram fyrir gilið. Líklega hefur það teymzt treglega suður Vegamel-
inn, því að þar flýtir hún förinni með þeim hætti, að hún heldur
áfram suður í gjána, bregður fæti fyrir tryppið og tekst að fella það.
Fengu nú bæði fljóta ferð niður harðfennið, stóðu þó upp jafngóð,
þegar niður kom, og héldu ferðinni áfram með venjulegum hætti.
112