Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 116
SKAGFIRÐING ABÓK
Ekki er sennilegt, að þessi mælikvarði haldist réttur um aldur og
ævi. Svo mun þó verða enn um sinn. Skaltu því, ferðamaður, staldra
við á brúnni og líta niður í ána rétt fyrir ofan. Þar var hún venju-
lega riðin. Ef nú vatnið gengur yfir steininn öðru hverju, þá er áin
einmitt á því stigi, þegar vega varð og meta eða tefla til úrslita um
„hvort sjóðandi straumiðufall
eða brjóstþrekinn klár hefur betur."
Enn má geta þess, að þegar Hjörtur Hjálmarsson bjó á Bústöðum
1864—1883, þá var það einhverju sinni á hörðum vetri, að hann
fékk að beita fé sínu yfir í Stiga, sem er heimasti hluti Bakkadals.
Nýtur þar vel sólar á útmánuðum. Var féð rekið á ís yfir Jökuls-
ána og beint inn í Merkigilið, síðan eftir því endilöngu. Má telja
líklegt, að féð hafi runnið treglega, meðan það var að venjast þessari
einkennilegu rekstrarleið.
Skattur af allri umferð
Það lætur að líkum, að slíkt gil sem Merkigilið er krefjist nokk-
urra fórna öðru hverju. Það er vegarskattur greiddur af allri umferð.
Vafalaust er það sauðkindin, sem á flest sporin í gilinu, enda er
hún oftast krafin um skattinn. Þó ekki verði með sanni sagt, að
gilið valdi að jafnaði verulegum vanhöldum á sauðfé, þá munu þær
kindur orðnar allmargar, sem það hefur tekið til sín með einhverj-
um hætti og eigi skilað aftur. — Ein af hættum gilsins er sjálfheld-
ur. Hefur nokkuð borið á því, einkum hin síðari ár, að þurft hefur
að bjarga fé úr þeim, en stundum orðið að skjóta það.
Þó að ferðir kýrinnar yfir gilið hafi löngum verið strjálar, þá
hefur hún þó orðið að greiða sinn hluta af skattinum. Vitað er um
kú eina, sem lagðist niður á Vegamel af þreym einni saman og stóð
ekki upp aftur, eftir að vera teymd frá Gilsbakka í Merkigil og til
baka samdægurs.
í viðskiptum sínum við gilið hefur hesturinn löngum verið far-
sæll og að mestu greitt vegarskattinn í svitadropum, mörgum að
114