Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 120
GÍSLI HALLDÓRSSON
FRÁ HJALTASTÖÐUM
eftir ÞORMÓÐ SVEINSSON
Á mebal hinna kunnustu sálma í sálmabók vorri, þeirri
sem nú er notuð við guðþjónustur hér á landi, er efalaust hinn 201.
í röðinni, þ. e. „Verði ljós frá háum himinsölum", enda oft sung-
inn. Og hann verðskuldar það. Yfir þeim sálmi er mikil birta, ylur
og trúartraust. Auk þess er lagið mjög hljómríkt og hrífandi.
En þó að ætla megi, að sérhver íslendingur, sá er úr vöggu er
kominn, þekki hann og margir kunni, er sennilegt, að fáir þeirra
manna, ef nokkrir eru, sem lagt hafa til Ijóð í þá bók og frumsamin
eru á íslenzku, séu ókunnari en höfundur þessa fagra sálms.
Hver var Gísli Halldórsson, sem reisti nafni sínu þennan varan-
lega minnisvarða? í bókarlok, þar sem höfunda er getið, er sú eina
grein gerð fyrir manni þessum, að hann hafi verið frá Hjaltastöðum
í Skagafirði og dáið árið 1902. Og líklega er þetta allt og sumt,
sem allur þorri manna veit um hann. Ég hygg, að flestum núlifandi
Skagfirðingum, hvað þá öðrum, mundi vefjast tunga um tönn, ef
þeir ættu að segja öllu meira um manninn. Ég er fæddur í Skaga-
firði og ólst þar upp fram yfir tvítugt og hef verið nær tólf ára, er
Gísli dó, en ég minnist þess ekki, að ég heyrði nokkru sinni þessa
manns getið, enda sálmurinn þá sennilega enn óþekktur. Og hér
verður ekki gerð grein fyrir honum nema að litlu leyti, enda óhægt
um vik, þar eð samtíð hans öll, eða svo að segja, er nú til grafar
gengin. Og þess utan er sjaldan mikil saga af manni, sem fæðist í
fátækt, elst upp hjá vandalausum, lifir í kyrrþey öll sín ár í sömu
118