Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 126
KVÖLD VIÐ MIÐHLUTARÁ
eftir SiGURB EIRÍKSSON á Borgarfelli
Það var kominn sunnudagur í 22. viku sumars, sem er
gangnasunnudagur. Þetta var árið 1916, og þá var ég sautján ára
gamalL Ég átti að fara í göngur á Hofsafrétt. Leitarsvæðið nær allt
til Hofsjökuls, og þeir, sem fara alla þá leið, eru þrjá daga frá því
haldið er úr byggð og þar til komið er aftur, fjórða daginn er svo
réttað.
Eins og nærri má geta er ævintýralegt og heillandi fyrir unglinga
að eiga slíkt ferðalag í vændum, enda mikil tilhlökkun og heitar
óskir um gott veður gangnadagana. Löngu áður er farið að undirbúa
ýmislegt og dagarnir taldir, þar til þessi hátíð loks kemur.
Ég vaknaði snemma umræddan dag, og var það þó ekki venja
mín á þeim árum. Ég náði mér í hest og skrapp til næsta bæjar.
Þar var piltur á líkum aldri og ég, og nú fór ég að finna hann og
lét hann lofa að bíða, ef ég yrði seinn í heimanbúnaði. Þessi piltur
hét Eiríkur Einarsson, og bundum við það fastmælum að verða sam-
ferða.
Að afloknu erindi flýtti ég mér til baka og gerði mitt bezta að
hjálpa til við allan undirbúning. Það þurfti að gá að járningu á hest-
um, taka til hey í ferðina og fleira. Að öllu þessu vann ég kappsam-
lega, því nú var hugurinn allur við að komast sem fyrst af stað. Ég
vildi ekki láta Eirík vin minn bíða og þaðan af síður eiga á hættu
að tapa af hans samfylgd, því Eiríkur var glaðvær og góður félagi.
Loks var allt tilbúið, ég hafði tvo hesta og sæmilegan útbúnað í úti-
leguna, bæði hvað sjálfan mig snerti og svo hey og teppi á hestana,
124