Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 134
SKAGFIRBIN GABÓK
Fyrri kona Þorbergs var Halldóra, dóttir Sigurðar sýslumanns og
klausturhaldara á Reynistað, Jónssonar sýslumanns á Svalbarði,
Magnússonar. Seinni kona Þorbergs sýslumanns hét Jórunn, dóttir
séra Einars Þórðarsonar á Melum.
Ekki átti Þorbergur sýslumaður börn með konum sínum, en einn
launson átti hann fram hjá fyrri konu sinni, er Halldór hét. Halldór
er fæddur um 1623 og mun vera heitinn í höfuð frú Halldóru, fyrri
konu Þorbergs, gæti þó heitið eftir Halidóri móðurföður sínum.
Móðir Halldórs Þorbergssonar hét Geirdís Halldórsdóttir. Móðir
Geirdísar var Ingibjörg Gísladóttir Brandssonar lögmanns á Hofi á
Höfðaströnd, Jónssonar. Það er merkisætt.
Halldóra, fyrri kona Þorbergs sýslumanns, var góð kona. Hún tók
Halldór litla ungan að sér og ól hann upp sem hann væri hennar
sonur. En samkvæmt þeirra tíma lögum var hann ekki arfgengur.
Varð Halldór því að spila að mestu á eigin spýtur; þó munu faðir
hans og fósturmóðir hafa gefið honum nokkurn vísi að bústofni, er
hann hóf búskap. Halldór var því ekki auðugur maður, enda var
hann meira hneigður fyrir bókleg fræði en búsýslu. Nam hann því
á unga aldri margan fróðleik af hinum ágæta fræðimanni, Birni
annálsritara á Skarðsá.
Halldór bjó fyrst á Stóru-Seylu móti föður sínum, þá að Miðgrund
í Blönduhlíð, Eyhildarholti og síðast á hluta af Vík í Sæmundarhlíð.
í Vík átti hann heima árið 1698. Hann var lögréttumaður frá 1653
til 1690. Annál sinn, Seyluannál, reit hann á Stóru-Seylu.
Fyrri kona Halldórs var Vigdís Ólafsdóttir prófasts á Miklabæ, Jóns-
sonar og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur á Marðarnúpi, bróður
Guðbrands biskups. Árið 1698, þegar Halldór var 75 ára, kvæntist
hann öðru sinni 22 ára gamalli stúlku, Ingiríði Ingimundardóttur
bónda á Marbæli á Langholti, Jónssonar, er ættaður var af Suður-
landi. Kona Ingimundar var Helga Símonardóttir bónda í Stóru-
Gröf á Langholti, Gíslasonar.
Með Vigdísi átti Halldór fjögur börn, þar á meðal Halldóru á Seylu,
sem ól upp Jón hálfbróður sinn, síðar prest á Völlum í Svarfaðardal.
Synir Halldórs og Ingiríðar voru séra Jón á Völlum og Hallgrímur
bóndi á Egg í Hegranesi og síðar á Steini á Reykjaströnd. Sonur
132