Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 141
ÞÁTTUR AF HALLGRÍMI Á STEINI
fermingu. Séra Jón Reykjalín hafði áður verið prestur á Fagranesi
og þá heyrt um sundkennslu Hallgríms langafa Stefáns, og þess
vegna spurði séra Jón Stefán um Hallgrím og sundkennslu hans.
Ymislegt fleira sagði faðir minn mér að þessu sinni, meðal annars
það, að Jón Samsonarson hefði kennt sér þetta sund, og hefði Jón
nefnt það fornmannasund. En hver kenndi Hallgrími að synda? Og
hvar lærði hann sundið?
Vitað er um marga Hrólfunga, að þeir voru miklir glímumenn
eins og Hrólfur sterki forfaðir þeirra. Líklegt er, að þeir ættmenn
hafi kunnað fleiri íþróttir en glímu og þar á meðal hina fornu íþrótt
sundið. Sú íþrótt var jafnan mikils metin hér á landi, og höfðingjar
létu oft syni sína læra sund.
Hallgrímur var í framætt af einni göfugustu höfðingjaætt lands-
ins og kominn í beinan karllegg af Skarðverjum. Halldór faðir hans
var of gamall til að Hallgrímur gæti lært sund hjá honum. En þegar
Hallgrímur var að alast upp á Hálsi í Svarfaðardal, var prestur á
Upsum á Upsaströnd (frá 1694 til 1712) náfrændi hans, Sæmundur
Hrólfsson Sigurðssonar sýslumanns, afabróður Hallgríms. Sæmundur
fékk Stærra-Árskóg 1712 og hélt til 1722. Sæmundur var tröllauk-
inn að vexti og afli sem þeir fleiri Hrólfungar. Hvorki Upsir né
Árskógur eru það langt frá Hálsi, að vel hefði Hallgrímur getað lært
sund hjá Sæmundi frænda sínum, en um þetta verður ekkert sagt
með vissu nú. Hitt er víst, að Hallgrímur hefur Iært sundið þar
nyrðra á unga aldri, þó ekki sé vitað, hver kenndi honum það.
Meira um Hallgrím Halldórsson
Hallgrími á Steini var fleira tii lista lagt en sundíþróttin. Hannes
Þorsteinsson segir um hann í formála Seyluannáls, að hann hafi verið
„vel að sér ger og skáldmæltur, en fékkst við hindurvitni". Með
orðinu „hindurvitni" mun Hannes eiga við, að Hallgrímur hafi „vit-
að lengra en nef hans náði", þ. e. að hann hafi verið fjölkunnugur
og fengizt við það, sem kallaðir voru galdrar. Það var algengt á
þeim tímum, að þeir, sem sköruðu fram úr fjöldanum að gáfum
og andlegu atgjörvi, væru álitnir göldróttir. Hjátrú og hleypidómar
139