Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 142
SKAGFIRÐING ABÓK
tröllriðu þá þjóðinni í andlegum efnum. Jafnvel lærðir menn og
höfðingjar trúðu á galdra og ýmsar bábiljur. Kunn er sagan um, að
Halldór Vídalín og Ragnheiður kona hans fengu, sem fyrr er sagt,
Pál bróður Hallgríms norður að Reynistað til að forvitnast um það
með forneskju, hvað orðið hefði af líkum Reynistaðarbræðra.
Bogi Benediktsson segir á einum stað í Sýslumannaævum (I. bd.,
bls. 403), að Hallgrímur hafi verið „skáld og rýndur vel". Orðin
„rýndur vel" munu þar þýða, að hann hafi verið víðlesinn og fróður
um margt.
Ollum heimildum ber saman um, að Hallgrímur hafi verið gott
skáld. Flest af kveðskap hans mun nú vera glatað. Þó eru kvæði
eftir hann til í handritasafni Landsbókasafnsins, þar á meðal rímur
af Ambales og rímur af Þorsteini bæjarmagni. Getið skal þess, að
Ambales er sama söguhetjan sem Shakespeare nefnir Hamlet.1
Hallgrímur á Steini hefur verið hagsýnn dugnaðarmaður í búsýslu,
þótt hann iðkaði bæði andlega og líkamlega íþrótt. Hann hefur
einnig kunnað vel að skrifa. Það sýnir mikla hagsýni og dugnað
hans, að hann gat alið upp sex börn og komið þeim til manns á
jafn lítilli jörð og Steinn á Reykjaströnd er.
Börn sín átti Hallgrímur öll með konu sinni, Guðrúnu Guðmunds-
dóttur, og er margt merkismanna frá þeim komið. Börn Hallgríms
og Guðrúnar voru þessi:
1. Sigurður b. í Keflavík í Hegranesi, kvæntur Steinunni Björns-
dóttur.
2. Björg, átti Ásgrím Guðmundsson á Sauðá.
3. Guðbjörg, átti Jón nokkurn á Sauðá.2
1 Hallgrími hafa einnig verið eignaðar rimur af Ormi Stórólfssyni, sem nú
eru ekki kunnar, og rímur af Þorsteini Vikingssyni, sem talið er óvíst, að
rétt sé, sbr. Rímnatal Finns Sigmundssonar, Rvik 1966. — Þá eignar Gísli
Konráðsson (Sagnaþættir, Rvík 1946, bls. 125) Hallgrími formannavisur af
Reykjaströnd og tekur upp tvær þeirra. Formannavisur þessar, listavel gerðar,
eru á öðrum stað nefndar „Einbátungaríma" og taldar frá 17. öld, þ. e. eldri
en svo, að Hallgrimur hafi getað kveðið þær. Skal ósagt, hvort muni réttara.
(H. P.)
2 Einarsson, hinn sterka. (H. P.)
140