Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 151
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
eftir til dánardægurs, og féll mér sem sagt hverjum deginum öðrum
betur við hann.
Eina sögu man ég, að Þorvaldur sagði mér úr formannsævi sinni,
og set ég hér útdrátt úr henni.
Það var á haustvertíð 1879. Frá Reykjum gengu þá þrír bátar til
fiskjar. Stýrði Þorleifur einum, og var sá fjórróinn. Annar var lítill
sexæringur, sem Björn Þorbergsson, tengdasonur Þorleifs, stýrði. Þor-
valdur Ólafsson réði þeim þriðja. Var það stór sexæringur, og voru
þeir sex eða sjö á honum, allt góðir sjómenn og vanir ýmsu volki.
Þá var það 8. nóvember, að þegar Þorvaldur leit til veðurs um
morguninn sem næst tveim tímum fyrir dag, virtist honum veður-
útlit fremur ískyggilegt, en þó róandi eins og þá stóð; allmikið vest-
an skýjafar að sjá yfir Tindastól, og rak saman þoku til norðurs að
líta. — Vekur hann nú menn sína, og er tekið að beita lóðina (lín-
una). Þegar því var lokið, gengur Þorvaldur út og litast um. Veður
hafði ekki breytzt, en þó sýndist honum skýjafar heldur hafa aukizt
yfir tindana, og jafnframt heyrist honum ofurlítið brimhljóð.
Nú voru þeir Þorleifur og Björn byrjaðir að beita, enda komið
fast að dögun.
Þegar að sjónum kemur, sér Þorvaldur og menn hans, að dálítil
norðan brimkvika er undir, en suðvestan stormkaldi ofan á. Ýta þeir
nú úr vör, setja upp segl og sigla á mið fram, nokkuð til norðausturs,
fella þá segl og kasta endabólinu. Á meðan þessu hefur fram farið,
sér Þorvaldur, að farinn er að rjúka sjórinn austur af tindunum.
Byrjar hann þó að leggja, en hefur vakandi auga á vindi og sjó.
Þegar hann hefur lagt út úr einu bjóði, sér hann, að hver rokan af
annarri myndast undir fjallinu og færist óðum nær. Segir hann nú
mönnum sínum að snúa upp í vindinn og ákveður jafnframt að hætta
við lögnina. Setjast fjórir undir árar og róa inn línuna, sem lögð
hafði verið. „Og hélt ég þá áfram að draga," sagði Þorvaldur. Þegar
lóðarspottinn hafði verið dreginn, var komið slitalaust rok og veður
nær óviðráðanlegt. Setjast nú allir undir árar og taka stefnu til lands.
Sagðist þá Þorvaldur hafa sagt: „Dugi nú hver sem má." Var nú
róið af hinni mestu hörku um stund. Þorvaldur sá, að áfram þokaðist
milli byljanna, en í rokunum lá við, að flötu slægi, enda komu bylj-
149