Skagfirðingabók - 01.01.1969, Síða 158
SKAGFIRÐINGABÓK
ágætur fjármaður og komst því oft af með lítil hey, enda átti hann
alltaf fyrningar, ég held mér sé óhætt að segja allan sinn búskap.
Eins var það með matarforða, að hann var alltaf nægur.
Þorvaldur var einstakur iðjumaður, alltaf sívinnandi úti og inni.
Sérstaklega var hann svefnléttur. Það var eins og hann þyrfti aldrei
að sofa. Hann fór ætíð snemma á fætur og hafði þá oft lokið morg-
unverkum, þegar komið var á fætur á öðrum bæjum, eða hann var
þá kominn á sjó og búinn að draga marga fiska, en kom þó oft
jafnsnemma til landverka sem aðrir. Eitthvað heyrði ég talað um það,
að hann væri óvorkunnlátur við hjú sín, einkum til sjóverka, og má
vel vera, að eitthvað hafi verið hæft í því. Hann gat varla annað.
Áhuginn, kappið og fjörið var svo mikið meira en hjá öllum al-
menningi. En að baki þessa kom þó ávallt í ljós hinn hreinlyndi
drengskaparmaður.
Tvö börn eignuðust þau hjónin Kristín og Þorvaldur, son og dótt-
ur. Dóttir þeirra, er Kristbjörg hét, dó á þroskaaldri ógift, en sonur
þeirra, Árni, tók við búi í Hóikoti að þeim látnum 1932.
Árni giftist Sigurbjörgu Hálfdanardóttur Kristjánssonar frá Sauð-
árkróki, og eignuðust þau nokkur börn. En fyrir 1940 skildu þau
að samvistum. Fluttist Sigurbjörg til Siglufjarðar með sumt af börn-
unum. Tvö munu hafa orðið eftir hjá föður sínum, meðan þau voru
að ná þroska, en eru nú líka farin. Hefur Árni því verið einbúi í
kotinu nokkur ár og er enn, þegar þetta er ritað, 1954.
Ég, sem þetta rita, kvað nokkrar vísur í eftirmælaskyni eftir Þor-
vald Ólafsson, og set ég þær hér til gamans:
Aldinn hölda afspringur,
— ísland tregar kallinn —
þú ert, gamli Þorvaldur,
úr þyrping bænda fallinn.
Ljúfur granni um langa hríð
lífs með gleði hressta.
Eg þín minnist alla tíð
eins og vinar bezta.
156