Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 162
SKAGFIRÐING ABÓK
og tvær dætur átti hún af fyrra hjónabandi, og voru þær nær full-
vaxnar. Hjá þeim voru og foreldrar konunnar, ellilúin. Var því heimil-
ið allþungt.
Páll var lítill maður vexti, en mjög hvatlegur, léttur á fæti og
snarlegur að sjá, ötull til allra verka og orðheppinn. — Með Páli
kom að norðan frændi hans, er Friðvin hét Ásgrímsson. Þeir voru
systrasynir. Móðir Friðvins hét Þorbjörg, ein af hinum mörgu Litla-
Skógs systrum. Hún var gáfukona og prýðilega hagmælt. Ég set hér
til gamans vísu, sem kona mín lærði af Þorbjörgu sjálfri.
Eitt sinn var verið að rífa þorskhöfuð til matar, og gjörði Þor-
björg þá þessa gátuvísu:
Fjalladýrið át ég allt og engu leifði.
í sjávardjúpi hús það hafði.
Heiti mannsins út það krafði.
í snjáldri þorsksins fremst í svonefndu krummabeini liggur ofurlítil
brjóskkúla, sem nefnd er refur. Liggur hún laus, ef stungið er hnífs-
oddi gegnum beinið. Ráðning gátunnar er því: refur úr þorskhöfði
losaður með oddi.
Friðvin átti konu þá, er Margrét hét Jóhannsdóttir Grundvig, úr
Ólafsfirði. Þau áttu dóttur ársgamla. Þau töldust ekki búendur og
voru skepnulaus.
Þeir frændur áttu í félagi bát og veiðarfæri og stunduðu sjó kapp-
samlega. Var Friðvin formaður. Aflaheppinn var hann og athugull
í sjósókn allri, fjármálamaður og fastheldinn á fé. Efnaðist hann
því fljótt og kom sér upp skepnustofni. Páli gekk erfiðara sökum
heimilisþyngsla.
Friðvin var meðalmaður á vöxt, sívalvaxinn, þykkur undir hönd
og vöðvamikill, dökkur á hár og hafði svart skegg á bringu niður.
Andlitið var frítt og svipurinn höfðinglegur, en það óprýddi nokkuð,
að hann var eineygður, hafði misst augað á barnsaldri af slysi. —
Ég held hann hafi verið fremur lundstirður á heimili og allráðríkur.
Hann var allvínhneigður og var þá meinstríðinn, en Páll mun hafa
kunnað að taka því eins og við átti, því ekki heyrði ég annars getið
en sambýlið hefði verið gott.
160