Skagfirðingabók - 01.01.1969, Page 164
SKAGFIRBINGABÓK
Baldvin hét bróðir Páls. Hann var hagmæltur vel. Hann kvað um
höfrungadrápið á Reykjum í ljóðabréfi til Þorbergs bróður þeirra,
er þá var við róðra á Suðurnesjum. Þar í er þetta stef:
Hér eru ísalög, harðindi og snjóar,
helmingi minna um tóbak og vín.
Höppin menn stórkostleg segja til sjóar,
sjö hundruð höfrungar fullir með grín
lifandi að fjörunum fljóta.
Reykstrandar Pálarnir bein þeirra brjóta.
Á blaðinu kemur það suður til þín.
Þessi frétt flaug fljótt víða eins og hver önnur hvalsaga. Menn
komu til bjargræðiskaupa úr öllum Skagafirði austan og vestan, Hún-
vetningar austan Blöndu og jafnvel víðar að. Uppboð var haldið á
þessu og skrokkarnir seldir í heilu lagi. Seldust þeir fyrir sex til tólf
krónur eftir stærð. Var víst með þetta eins og Breiðfjörð kvað:
Mörgum snauðum þarft var það,
er þangað Ægir leiddi.
Þeim var dauðum unnið að
eins og maginn beiddi.
Ekkert veit ég um, hvernig feng þessum hefur verið skipt, en
eitthvað heyrði ég um það, að landeigandi eða undir þessum kring-
umstæðum leiguliði ætti helminginn, en hinn helmingurinn skiptist
milli þeirra, er að ynnu. Gera má ráð fyrir, að Páll hafi fengið í
landhlut og vinnulaun að minnsta kosti fjögur þúsund krónur, og
þótti það mikið fé á þeim tíma.
En hvað sem því líður, urðu hans peningar ekki Reykstrending-
um eða Sauðárhreppi til gagns eða góða, því 1894 flutti Páll með
fjölskyldu sína vestur um haf til Ameríku.
Friðvin Ásgrímsson tók þá Reyki til ábúðar og keypti af Páli
bæði búslóð og skepnur, sennilega að miklu leyti fyrir höfrunga-
peningana, því vinnulaun hans hafa sjálfsagt verið allmikil. Búnaðist
162