Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 173
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
Eftir að þau Ólafur Gíslason og Signý fóru frá Daðastöðum, sem
áður er ritað, heyrði ég ekki getið um merka ábúendur þar utan
einn. Sá hét Bjarni Bjarnason. Ekki er mér fullljóst, hvort hann var
bróðir Stefáns á Jngveldarstöðum, en vel getur það verið.1 í tali
manna á meðal var hann ætíð kallaður Bjarni hreppstjóri, enda hafði
hann farið með hreppstjórn í Sauðárhreppi í átta ár. — Víðar hefur
hann búið í hreppnum, en síðast 12 ár á Daðastöðum, og þaðan fer
hann vestur um haf 1876. Um hann heyrði ég þessa vísu:
Fluggáfaður fer að sjá,
fyrr hreppstjóri og smiður,
birni vaðar bentum á
Bjarni Daðastöðum frá.
Sveinn í Hólakoti. Eins og áður er á minnzt, fóru þau Sveinn
Gíslason og Kristín Jónsdóttir frá Reykjum að búa í Hólakoti 1862.
Nokkrar sögur heyrði ég af Sveini, þegar ég var barn, en þær eru
nú allar týndar. Eftir því sem mig minnir til þessara sagna, hefur
Sveinn verið kappsmaður mikill, örlyndur og óvæginn í orðum og
hneigður til að vera í málaþrætum. Duglegur hefur hann eflaust
verið að afla sér og sínum bjargræðis úr sjó, aflaði víst stundum
nokkuð til muna.
Ekki er mér það fullljóst, hvernig það veiðarfæri var, sem kallað
var hákarlalagvaður og þekki ég það ekki nema af afspurn. Sjálfsagt
hefur verið rituð lýsing á því, en hvergi hef ég séð hana, og ætla
ég því að setja hér lauslega frásögn um það, eftir því sem mér skild-
ist, að útbúningur sá hefði verið.
Aðaláhaldið var grannur ás, 8—9 al. langur (lagvaðsás). Á báðum
endum voru járnhólkar og kengir í hólkunum, en í kengina voru
festar grannar hlekkjafestar, um lj/2 al. að lengd. Við festarnar voru
sóknirnar (önglarnir) festar með traustum útbúnaði og léku á sigur-
nöglum. Á miðju ássins var einnig hólkur og festir kengir á tvær
1 Bjarni á Daðastöðum var bróðir Stefáns. Hann var faðir sr. Þorkels á
Reynivöllum.
171