Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 174
SKAGFIRBIN G ABÓK
hliðar hans og í þeim kengjum hringar lokaðir. Annað áhaldið við
þennan útbúnað var krakan, sem svo var kölluð. Var það rimlakassi,
líkur meis, nema mikið sterkari. Var kassi þessi fylltur grjóti og
festur með sterkum böndum við annan kenginn á miðju ássins. Þau
bönd voru höfð svo löng, að sóknirnar lægju ekki í botni, þegar
krakan var setzt og ásinn lyftist. Við hinn kenginn á miðjum ásn-
um var festur uppblásinn belgur og hélt hann ásnum og sóknunum
lausum frá botni, eða eins og krökubandið gaf til. í þennan sama keng
eða hring var svo fest uppihaldið, trássa eða kaðall, vel sterkt með
dufli eða belg á efri enda.
Sóknirnar voru auðvitað beittar, áður en þessu var rennt útbyrðis,
annaðhvort með hrossakjöti eða selspiki, helzt úldnu. Ekki var hægt
að vitja um þetta úthald án þess að draga það allt að borði, og
hefur það hlotið að vera hið mesta erfiði og ófært nema í góðu veðri
og sjólausu. Sagt var, að menn hefðu veigrað sér við að nota þetta
veiðarfæri, vegna þess hvað erfitt og óþægilegt það væri. Enda heyrði
ég ekki getið um aðra en Svein í Hólakoti, sem hefðu notað það
þarna á Ströndinni.
Oft hafði Sveinn í Hólakoti húsfólk. Lét hann húsmennina róa
með sér alla árstíma, þá er róið var. Heyrt hef ég, að Björn Schram,
hinn kunni hagyrðingur, hafi eitt sinn verið húsmaður hjá Sveini.
Var sagt, að Björn hefði kveðið margt um Svein, sumt allófagurt, og
hirði ég ekki um að setja neitt af því hér.
Enga formannsvísu kann ég um Svein, aðeins eina vísu, sem sjálf-
sagt hefur verið gerð við eitthvert sérstakt tækifæri:
Brýzt á sjóinn bráðheppinn,
byl þótt lítið sloti.
Sá er ekki sérhlífinn,
Sveinn í Hólakoti.
Þau Sveinn og Kirstín áttu nokkur börn. Sex man ég eftir, er úr
æsku komust. Fóru þau öll vestur um haf nema einn sonur, er Jón
hét. Hann bjó með móður sinni tvö ár eftir að Sveinn andaðist, en
þó ekki nema á hálfu kotinu, því faðir minn, Jónas Jónsson, fékk
hálflenduna til ábúðar 1888.
172