Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 181
GAMLIR DAGAR
í BJARNASTAÐAHLÍÐ
Frásögn GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR,
búin til prentunar af KRISTMUNDI BJARNASYNI
Árið 1868 reistu foreldrar mínir, þá ung hjón, bú í Fremri-
Svartárdal í Skagafirði: Sveinn Guðmundsson (f. 29. febrúar 1836,
d. 18. ágúst 1914), bóndason þar, og Þorbjörg Ingibjörg Ólafsdóttir
frá Litluhlíð í Vesturdal (f. 1. nóvember 1846, d. 15. apríl 1906).
Ólafur hreppstjóri í Litluhlíð (f. 30. september 1817, d. 7. febrúar
1893), móðurafi minn, var sonur Guðmundar Eyjólfssonar á Barkar-
stöðum í Húnaþingi og konu hans, Ingibjargar Ólafsdóttur frá Vala-
dal, en hún var alsystir Andrésar á Álfgeirsvöllum, afa séra Jóns Ó.
Magnússonar, en langafa séra Helga Konráðssonar. Guðmundur á
Barkarstöðum var raunar almennt talinn sonur séra Björns Jónssonar
í Bólstaðarhlíð. Hann átti engan son í hjónabandi, en níu dætur.
Kona Ólafs afa míns var Þórey (f. 17. september 1825, d. 31.
desember 1889). Hún var dóttir Ólafs Þórarinssonar (f. 1786, d. 9.
febrúar 1843), bónda í Litluhlíð, og átti hann hana fram hjá konu
sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur, með Arnbjörgu Hallsdóttur, sem síðar
varð kona Sveins Jóhannessonar, bónda á Hafgrímsstöðum í Lýtings-
staðahreppi.
Ólafur Þórarinsson og kona hans höfðu með konungsleyfi arfleitt
Þóreyju að öllum eigum sínum. Ólafur lézt snemma árs 1843, eins
og fyrr getur, en Þorbjörg kona hans síðla sama árs. Er svo var
komið, var Þóreyju heimasætu í Litluhlíð fenginn fjárhaldsmaður:
Guðmundur bóndi Jónsson í Bjarnastaðahlíð. Að undirlagi hans varð
179