Skagfirðingabók - 01.01.1969, Síða 182
SKAGFIRBING ABOK
Þórey heitmey Jóhannesar Guðmundssonar frá Ánastöðum, hálfbróð-
ur Guðmundar í Fremri-Svartárdal, föður Sveins, sem nefndur er í
upphafi þessarar frásagnar.
Áður en hér er komið sögu, hafði Ólafur Guðmundsson, Eyjólfs-
sonar, sem áður er getið, beðið Þóreyjar, en Þorbjörg stjúpa hennar
synjað þverlega fyrir. Ólafur var þá í Valadal. Ekki mun stúlkan
sjálf hafa verið spurð um vilja sinn, en Arnbjörg á Hafgrímsstöð-
um, móðir hennar, var þessa ráðs mjög fýsandi. Nú gerist það
eftir lát Þorbjargar húsfreyju, að Guðmundur í Bjarnastaðahlíð fer
í langferð. Þetta fréttir Arnbjörg á Hafgrímsstöðum og kemur leyni-
lega boðum til Ólafs í Valadal þess efnis, að fjárhaldsmaður Þór-
eyjar sé að heiman og nú muni bezt henta að ná fundi hennar og
vitja meyjarmálanna. Fór Ólafur með nokkurri leynd fram eftir og
fékk heimasætuna til að lofast sér.
Þegar Guðmundur bóndi í Bjarnastaðahlíð kom heim úr för sinni
og frétti, hvað gerzt hafði, brást hann illa við og fékk talið Þór-
eyju á að efna öll heit við Jóhannes, sem nú var orðinn ráðsmaður
hennar, því að talin var hún fyrir búi í Litluhlíð. — Sat Þórey svo
í festum um hríð.
Ólafur í Valadal var maður kappsfullur og vildi ógjarna setja
ofan. Gerði hann ferð sína fram í Dali til fundar við Jóhannes,
festarmann Þóreyjar, þeirra erinda að bjóða honum fé til að bregða
ráðahagnum. Varð það að samningum, að Jóhannes „lét Ólafi eftir
að mega fá mærinnar, en Ólafur hét að gjalda honum 12 specíur
á vorkrossmessu, þá hann viki frá Litluhlíð, en þann dag, er hann
giftist Þóreyju, skyldi hann greiða Jóhannesi 126 rbd., og var lof-
orð þetta ritað og vottar viðhafðir," segir í Skagfirðinga sögu.
Ekki er vitað, hvort Þórey hefur verið kvödd ráða í þetta sinn,
en ósennilegt er, að hún hafi gengið að eiga Ólaf nauðug, svo mikil
var hún til geðs og gerðar. Jóhannes hefði og naumast gefið eftir
konuefnið ásamt jörð og búi fyrir ekki meiri greiðslu, ef hann hefur
náð ástum Þóreyjar. — Þau Ólafur og Þórey nutust vel og lengi,
hvað sem þessu líður, og höfðu mannheill mikla. Ólafur var lengi
hreppstjóri Lýtinga og fyrir öðrum sveitarbændum á margan veg.
Hann var annálaður þrekmaður og ferðagarpur mesti. Kristleifur á
180