Skagfirðingabók - 01.01.1969, Qupperneq 183
GAMLIR DAGAR
Stóra-Kroppi, sem sá hann á uppvaxtarárum sínum á Húsafelli, kvað
hann verið hafa einn af þrem virðulegustu skagfirzku bændum, er
þar bar að garði.
Þá vík ég að föðurætt minni. Guðmundur í Fremri-Svartárdal (f.
1799, d. 1862), afi minn, var sonur Guðmundar Tómassonar á Vind-
heimum í Tungusveit (f. 1755, d. 1802). Hann var bróðir Tómasar
gullsmiðs Tómassonar í Ráðagerði á Álftanesi, en hans son var Þor-
grímur gullsmiður á Bessastöðum, faðir Gríms skálds. Jón hét og
einn bróðirinn, bóndi á Hömrum í Lýtingsstaðahreppi. Dóttir hans,
Bergljót, átti son með Einari Bjarnasyni hinum fróða. Sá hét Guð-
mundur, faðir dr. Valtýs prófessors.
Kona Guðmundar í Fremri-Svartárdal var Helga Steinsdóttir, Orms-
sonar; kona Steins var Ástríður Stefánsdóttir, Hjálmssonar á Keldu-
landi. Sigríður dóttir Hjálms varð móðir Jóns prófasts hins fróða
á Prestsbakka á Síðu, en amma Steingríms biskups og Bjarna amt-
manns Þorsteinssonar, föður Steingríms skálds.
Foreldrar mínir bjuggu þrjú ár í Fremri-Svartárdal og eignuðust
þar tvo drengi, Guðmund og Ólaf. Vorið 1871 flytjast þau að
Bjarnastaðahlíð og búa þar til ársins 1907. Eignuðust þau hjón alls
fimmtán börn með lífi. Þau voru: Guðmundur og Ólafur, áður
taldir, Þórey, Helgur tvær, Snjólaug, Ólína, Margrét, Sveinbjargir
tvær, Stefán, Elín, Moníka, Guðrún og Sigríður. Af þessum hópi
komust tólf börn til fullorðinsára, og er ég yngst þeirra, en næst-
yngst systkina minna.
Ég er fædd 30. maí 1890. Var ég í heiminn borin með þeim
annmarka, að mig vantaði vinstri handlegg upp að olnboga. Var
þetta foreldrum mínum, einkum þó móður minni, mikið angursefni.
Þau höfðu aldrei vitað dæmi þessa, töldu víst, að ég mundi ekki
geta haft ofan af fyrir mér.
Framan af fréttist þetta ekki á næstu bæi. Þegar einhver kom,
lét móðir mín eldri telpurnar sitja með mig og breiða ofan á hand-
legginn. Kona ein, sem var vinnukona hjá föðursystur minni í Litlu-
hlíð, Snjólaugu, konu Ólafs Ólafssonar bónda þar, kvaðst hafa komið
í Bjarnastaðahlíð einu sinni sem oftar. Þá sat ein telpan með mig
181