Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 187
GAMLIR DAGAR
fljót og hinir, sem sneru með mér. Er ég batt sátu með öðrum,
studdi ég handleggnum við högldina, svo að reipið rann ekki til á
henni. Síðar lærði ég að slá og sló þá jafnan, þegar rekja var. Guð-
mundur bróðir minn kenndi mér það verk og bjó mér í hendur.
Fullorðin stóð ég að slætti í mörg sumur.
Framan af árum fann ég ekkert til þeirrar vöntunar, sem þó háði
mér nokkuð. Svo var það einn dag um vetur, að Helga systir mín
var að mala rúg út á grasagraut. Bankabygg var malað út á kjöt-
súpur og lummur. Þá var ég að sniglast hjá henni og var með beran
handleggsstúfinn og tók í totur, sem eru á honum, og sagðist vera
að spila á harmonikuna mína. Þá sá ég, að tár runnu niður kinnar
Helgu, og hún segir:
„Ég vildi, að guð gæfi, að þú fyndir aldrei sárar til þessarar vönt-
unar en nú."
Eftir þetta fór ég að hugleiða, að vanki þessi gæti haft áhrif á
líf mitt. Helga systir mín var mér fjarska nákvæm og góð, en því
miður naut hennar ekki lengi við. Hún dó úr heilablóðfalli, þegar
ég var ellefu ára; hafði þá verið að heiman í nokkur ár.
Foreldrar mínir voru mjög dugleg, hagsýn og sparsöm, en þó
hjálpsöm við fátæka nágranna. í Bjarnastaðahlíð var ekki auður í
búi sem að líkum lætur, því að munnarnir voru margir, en allt
bjargaðist þetta vel, því að við börnin fórum snemma að amla, og
má víst segja, að ekki hafi orðið langur á okkur ómagahálsinn. Það
ríkti samstaða og samhugur með öllum á heimilinu. Við nutum
ríkrar öryggiskenndar og frjálsræðis í bernsku. Það varð til að treysta
sjálfsbjargarhvötina. Hugsunarháttur okkar barna mótaðist snemma
af hugsunarhætti fullorðna fólksins, við gátum haft nokkrar bús-
áhyggjur á barnsaldri engu síður en það og glaðzt heils hugar, þegar
vel gekk. Ef við börnin gerðum eitthvað, sem ekki mátti, sló pabbi
til okkar með neftóbaksbuddunni sinni. Var það hin þyngsta refsing,
sem á okkur var lögð.
Þótt oft væri þröngt í búi, var reynt eftir megni að miðla fátæk-
um. Móðir mín var greiðvikin og þelhlý umkomulitlum, sem að
185