Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 192
SKAGFIRÐING ABÓK
Gamli bærinn í Bjarnastaðahlíð var okkur börnunum ævintýra-
heimur. Raunar var síður en svo, að hann væri gamall á uppvaxtar-
árum mínum. Faðir minn reisti hann árið, sem ég fæddist. Baðstof-
an var austast, undir Hlíðarfjalli, hólfuð í tvennt: hjónahúsið var
með tveim rúmum, er sneru frá austri til vesturs og var eitt stafgólf
frá norðri til suðurs. Frambaðstofan var með fjórum rúmum, tveim-
ur við norðurhlið og svo rúm við þilið, annað þversum við hús-
dyrnar. Baðstofan öll var alþiljuð með þrem sex-rúða gluggum, sem
sneru í austur. í þessum sex rúmum sváfum við tólf, sem náðum
fullorðinsaldri, og foreldrar okkar. Þar var þröngt setinn Svarfaðar-
dalur. Seinna var sett háarúm yfir öðru framrúminu að norðan.
Bein göng lágu út úr baðstofunni, beint í vestur til bæjardvra.
Fyrir framan baðstofudyrnar var dálítið afþiljað hólf, sem ekkert
sérstakt var gert með fyrr en löngu síðar, að sett var upp eldavél
þar. Svo tók við skellihurð með drætti fram í göngin. Var þessi út-
búnaður til þess, að hlýrra væri í baðstofunni. Út úr aðalgöngunum
lágu tveir gangar sitt til hvorrar handar. Suðurgangurinn lá til búrs-
ins, sem geymdi skyrsái og sláturtunnur, auk annars. í norður lágu
löng göng að stóru eldhúsi með þrem hlóðum, moðsuðu og eldiviðar-
geymslu. Þrír strompar voru á eldhúsinu, og var einn miklu stærstur.
Á haustin var farið með eldiviðarpokana sniðhallt upp á þakið og
hellt úr þeim inn um stóra strompinn. Sá, sem inni var, hlóð svo
jafnóðum. Það þurfti mikið eldsneyti til að elda handa öllu þessu
fólki. Var tað því líka geymt í skemmu. Einnig var stundum rifið
hrís á stallinum rétt ofan við bæinn, en það var aldrei notað nema
til að hita upp mjólkurgraut. Hann var jafnan eldaður til tveggja
daga og hitaður upp síðari daginn. Eldur var falinn á daginn, er
ekki þurfti að elda, flögu stungið niður í eisuna og rakað ösku yfir.
Þá lifði í flögunni til morguns. Þetta sparaði eldspýtur. Stundum
fórum við fram í eldhús og brutum út úr flögunni, komum með
glóðarköggul inn til piltanna, og þeir kveiktu þá í pípum sínum.
Einnig sóttum við eld fram til að kveikja á kvöldin. Ég man ekki
eftir, að eldur dræpist heima, en heyrði talað um, að sækja hefði
þurft eld afbæjar. Svo fóru bræður mínir að koma með eldspýtur
heim. Þá fór þetta að breytast, en alltaf hætti okkur til að sýna
190