Skagfirðingabók - 01.01.1969, Síða 201
HALLDÓR Á SYBSTA-HÓI.I
var þetta gaman þeirra græskulaust. Þó kom það fyrir, að Halldóri
þótti við þá og reiddist jafnvel ákaflega, því hann var mjög bráð-
lyndur. Man ég eftir einu slíku atviki. — Halldór var búinn að tefja
lengi og var komið rökkur, er hann fór. Konráð fylgdi honum fram,
og þegar þeir eru komnir fram í bæjardyrnar, stingur Konráð dá-
litlum böggli í barm Halldórs og segir honum, að Herdís kona
Sölva hafi beðið sig að fá honum þetta, en Sölvi megi ómögulega
vita um það. — Herdís hafði verið að gera flatbrauð, en vikið sér
frá og Konráð gripið 4 eða 5 flatkökur, vafið þeim inn í bréf og
stakk þeim nú í barm Halldórs. í þessu kemur Sölvi fram með fasi
miklu og segir við þá: „Nú sáuð þið ekki, hver tók kökurnar, sem
hún Herdís var að búa til?" „Ætli Halldór viti ekki eitthvað um
þær," segir Konráð, og dregur nú Sölvi kökurnar úr barmi Halldórs,
en auðvitað var þetta aftalað spil milli þeirra bræðranna. Þá reiddist
Halldór ákaflega sem von var, því hann var manna frómastur, hellti
yfir þá svívirðingum og stökk af stað og kom hann ekki að Yzta-
Hóli í þrjár vikur. Þá sendi Sölvi eftir honum, og munu þeir bræður
hafa glatt hann vel í það sinn, enda var þá reiði Halldórs búin og
vinátta söm og áður var.
Einu sinni náði Halldór sér niðri í tilsvari við Konráð. Konráð
hafði fengið Halldór til að aflífa hund fyrir sig, og gerði Halldór
það og hengdi hann hundinn. „Jæja, Halldór minn, þú ert búinn
að þessu," segir Konráð. „Já," segir Halldór og bætir við: „í dag
mér, á morgun þér, Konsi minn."
Haildóri var ákaflega illa við alla nýbreytni. Þegar tekið var upp
að bólusetja fé gegn bráðapestinni laust fyrir síðustu aldamót, aftók
Halldór með öllu að láta bólusetja kindur sínar; hann hafði heyrt
það, að kindur hefðu drepizt af bólusetningunni sunnanlands. Varð
honum ekki þokað með þetta. — Það var nú skömmu fyrir jólin,
að Jakob Símonarson á Brekku við Hofsós var á ferð í Sléttuhlíð.
Fór Jakob frá Yzta-Hóli á vökunni, og gekk Sölvi með honum á
leið. Stingur Sölvi upp á því við Jakob, að þeir komi að Syðsta-
Hóli til Halldórs og leggur fyrir Jakob, að hann skuli látast vera
sendimaður ríkisstjórnarinnar til að hafa eftirlit með bólusetningu
fjárins í Skagafirði. Þeir gera nú boð fyrir Halldór, sem kemur út,
199