Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 21

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 21
21 Rauntengsl eða merkingartengsl? þýsku og þar með orsök þess (en skiljan- lega ein af mörgum orsökum þess) að hann geri þýskustíla. Til að staðreyna til- gátuna mætti gera mælingar á fylgni milli þessarar löngunar unglingsins og ástund- unar hans við þýskustílana. Upplýsinga um löngun hans yrði til dæmis aflað með viðtölum eða skriflegum svörum við spurningum um hana og henni gefin stig á skala. Ástundun við þýskustílanna yrði til dæmis mæld í skilum á þeim. Gerum nú ráð fyrir að unglingurinn reynist hafa mikla löngun til að kunna þýsku en trassi þýskustílana. Ef draga ætti ályktanir af því einu þá blasir við að löngun hans til að kunna þýsku gæti dafnað án þess að hann vildi vinna það til að gera þýskustíla. Ef um náttúrulegan veruleika væri að ræða þá jafngilti það því að vatnsstaða í brunni væri óháð regni á svæðinu. Við myndum álykta af því að engin orsakatengsl væru á milli þessara tveggja breytilegu þátta. Trúlega vegna þess að brunnurinn drægi vatn lengra að, en mögulegar skýringar færu auðvitað eftir aðstæðum og hegðun vatnsborðsins í brunninum. Sama gildir um löngunina til að kunna þýsku og léleg skil unglingsins á þýskustílum. Munurinn er þó sá að á meðan rigning og vatnsstaða í brunni geta ekki verið í öðru sambandi en orsakasam- bandi þá getur löngun til að kunna þýsku og að gera þýskustíla verið í merkingarlegu sambandi. Nemandi getur til að mynda túlkað aðstæður sínar svo að þótt almennt sé honum gagn að þýskustílum þá sé hag hans – sem nemanda í þýsku – betur borgið að þessu sinni með því að horfa á gamlan Derrick-þátt á Youtube. Í rauninni er erfitt að hugsa sér að sam- bandið geti verið öðruvísi. Ekki þannig að það að langa til að kunna þýsku og vilja gera þýskustíla sé eitt og hið sama, heldur hitt, að hafi það fyrra áhrif á hið seinna þá sé það vegna þess að löngun unglingsins til að kunna þýsku hefur því aðeins áhrif á ástundun hans í þýskustílum að hann vilji læra þýsku og telji sig munu gera það með því að gera stíla. Hvort sem unglingurinn nú trassar þýskustílana þrátt fyrir mikla löngun til að kunna þýsku eða ekki þá væri skýringanna að leita í merkingartengslum. Hann liti svo á að hann myndi eða myndi ekki læra næga þýsku við að gera þá. Erfitt er hins vegar að hugsa sér að hann langaði heitt og innilega að kunna þýsku en að það hefði engin áhrif á vilja hans til að læra hana! (Wittgensteinsk dæmi um fáránleika þess að telja mann ástfanginn sem segist ástfanginn en sýnir alls engin merki um ást sína koma hér í hugann til samanburðar.) Til þess yrði hann að dvelja við þá hugsýn að skilja þýsku og tala hana án þess að hugleiða raunhæfar leiðir til að það yrði að veruleika. Hugsanlegt – en þannig er mannlegt líf trúlega ekki vegna þess að hugsun um eitt leiðir af sér hugsun um annað sem okkur finnst vera því tengt á einhvern hátt. Orsakatengsl (e. causal relationships) ráða því hvort regnið hefur áhrif á vatns- stöðuna í brunninum. Merkingartengsl (e. conceptual/logical relationships) ráða því hins vegar hvort löngun unglingsins til að kunna þýsku hefur áhrif á ástundun hans í þýskustílum. Auðvitað má hugsa sér að gera úr merkingartengslum jafngildi or- sakatengsla, að það sem það merkir fyrir unglingnum að kunna þýsku og að gera þýskustíla séu einfaldlega hlekkir í keðju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.