Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 66

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 66
66 Kristín Bjarnadóttir við fyrir lok fjórða bekkjar. Mestri um- ræðu og vanda ollu þó reikniaðferðirnar og uppsetning reikningsdæma sem var frábrugðin því sem tíðkast hafði áður á Íslandi. Kennarar höfðu fæstir nokkurn tímann kynnst þessum atriðum og urðu því að feta sig í gegnum efnið jafnharðan. Haustnámskeiðin fóru þannig fram að fyrri hluta dags voru fyrirlestrar stærð- fræðinga um stærðfræði og höfundarins, Agnete Bundgaard, um kennslufræði en hún kom nokkrar ferðir til Íslands til að fylgja námsefninu eftir. Síðdegis var kennurum skipt í hópa og þá var reiknað í gegnum námsefnið sem kennarar áttu eftir að kenna eða námsefni eldri nemenda (Frá Fræðslumálaskrifstofunni, 1968; Kennara- námskeið 1968, 1968). Kynningarmál Fyrstu kynningar á nýju stærðfræðinni fyrir almenning einkenndust af bjartsýni. Greinar voru birtar í blöðum og tímaritum og Guðmundur Arnlaugsson gerði sjón- varpsþætti til að kynna hinar nýju hug- myndir fyrir kennurum en sér í lagi fyrir foreldrum. Í síðari greinum tók að bera á áhyggjum. Foreldrablaðið birti viðtal við Kristján Sigtryggsson árið 1967 um nýjungar í reikningskennslu. Hann sagði að aðeins kennsluaðferðum hefði verið breytt, sjálf stærðfræðin væri óbreytt en ýmsir þættir hennar teknir til meðferðar á yngri aldurs- stigum en áður var. Munurinn á gömlu aðferðunum og hinum nýju væri sá að of mikið kapp hefði verið lagt á að þjálfa vél- ræna talnameðferð að undanförnu og að það hefði verið gert á kostnað þess tíma sem kennarinn þyrfti til að ræða grund- vallaratriði sjálfrar stærðfræðinnar við nemendurna. Nauðsynlegt væri að vekja athygli á hinni miklu fjölbreytni í stærðum, formum og fjölda, og mikla áherslu skyldi leggja á að þjálfa rökrétta hugsun, rökrétta framsetningu og nákvæmni í orðavali. Í nýju verkefnunum væri nemendum gefinn kostur á að reyna ýmsar mögulegar leiðir við úrlausnir dæma og velja þá aðferð sem þeim fyndist æskilegust. Þá væru reyndir og ræddir kostir og gallar þeirra aðferða sem til greina kæmu og hagkvæmasta leið- in síðan valin. Enn væri of fljótt að segja til um hvernig tilraunin mundi gefast en þeir sem hefðu staðið að henni hefðu verið ánægðir til þessa. Um heimanám væri ekki að ræða heldur eingöngu byggt á náminu í skólanum (Eiríkur Stefánsson, 1967). Um það bil 200 unglingar söfnuðust saman framan við Alþingishúsið í apríl 1968 með fjöldann allan af kröfuspjöldum sem á stóð: „Niður með úreltar skóla- bækur“, „Betri kennsluaðferðir“, „Við erum ekki páfagaukar“, „Engan þurr- bókarlærdóm“, „Æskan í dag er þjóðin á morgun“ og „Við treystum Gylfa“. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, bauð hópi ungmenna upp á skrifstofu sína og sat lengi dags og ræddi við þau. Fór vel á með ráðherra og nemendum. Unga fólkinu fannst margt í kennslu, kennslu- bókum og kennsluaðferðum vera úrelt og vildi koma öllu þessu í nútímaform. Benedikt Gröndal alþingismaður sagði frá þessu í almennum stjórnmálaumræðum 18. apríl 1968. Benedikt taldi því næst upp það sem til framfara hefði horft. Tilraunir hefðu verið með tungumálakennslu og nýja stærðfræðin væri víða kennd, en sjón-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.