Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 70

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 70
70 Kristín Bjarnadóttir fyrir að um helmingur árganga sem fædd- ir voru á árunum 1962–1965 á Íslandi hafi haft Bundgaard-námsefnið. Hörður Lárusson var þá námstjóri í stærðfræði í Menntamálaráðuneytinu. Hann var þá sjálfur að semja framhald Bundgaard-námsefnisins fyrir unglinga- stigið. Hörður ritaði í Menntamál 1972: Meðal foreldra, kennara og fleiri, sem fylgzt hafa með störfum skólanna síðustu árin, hafa farið fram miklar umræður um nýtt námsefni í stærð- fræði, sem fyrst var tekið upp í barnaskólum Reykjavíkur haustið 1966. Menn hafa haft mjög skiptar skoðanir á þessu nýja námsefni, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Námsefnið í heild hefur ekki verið kynnt almennt, né heldur þau markmið, sem stefnt er að, og má vera að það valdi nokkru um hluta þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið. Útbreiðsla þessarar nýjungar varð miklu meiri og örari en ráð var fyrir gert, og nú í vetur, þ.e. skólaárið 1971–72, munu næstum öll börn í 1. bekk barnaskólanna í Reykjavík, auk fjölmargra annarra úti á landi, læra þetta nýja námsefni (Hörður Lárusson, 1972, bls. 9). Önnur grein um nýju stærðfræðina birtist í næsta hefti Menntamála 1972 eftir reyndan og roskinn kennara í stærðfræði og eðlisfræði, Magnús Sveinsson. Hann bar lof á Guðmund Arnlaugsson og bók hans Tölur og mengi. Síðan sagði hann: Þótt þessar nýju reikningsaðferðir séu ágætar í sjálfu sér og rökfræði þeirra sé til skilningsauka og létti að einhverju leyti annað nám, þá verður að telja það mjög hæpið að láta fræði þessi flæða hömlulaust á örskömmum tíma yfir allt fræðslu- kerfið. Ég hef heyrt, að t.d. Danir taki þessu með varúð, reyni kerfið fyrst í nokkrum aldursflokk- um, en séu ekkert á leið með að steypa því yfir allt skyldunámsstigið. Einnig hef ég heyrt, að til séu skólar bæði í Danmörku og víðar á Norður- löndum, sem ekki hafi innleitt þessar reikningsað- ferðir hjá neinum aldursflokki. (Magnús Sveins- son, 1972). Yfirvöld drógu smám saman úr út- breiðslu Bundgaard-námsefnisins eftir 1972 á meðan verið var að þróa nýtt náms- efni með vandlegri prófun, minnug vand- ans sem upp kom þegar námsefni nýju stærðfræðinnar dreifðist hratt um landið. Alþýðublaðið birti frétt 24. júlí 1973 undir fyrirsögninni „Stærðfræðikennarar lögðu allt of mikið upp úr kennslu mengis“. Þar sagði Hörður Lárusson óeðlilega mikið hafa verið lagt upp úr hugtökum mengja- fræðinnar í stað þess að nota þau sem hjálpartæki við kennslu hefðbundinna að- ferða. Hörður taldi engan vafa á því að sú tilhögun hefði dregið úr þjálfun nemenda í talnameðferð, sem m.a. væri til baga við nám í framhaldsskólum og í atvinnulífinu 0% 20% 40% 60% 80% 100% 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 Hlutfallslegur fjöldi nemenda sem tóku Bundgaard-námsefni eftir fæðingarárum 2. mynd Hlutföll nemenda sem tóku Bundgaard-náms- efnið allt upp í 6. bekk (Menntamálaráðuneytið, skólarannsóknadeild, 1977).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.