Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 71
71
Nýja stærðfræðin í barnaskólum
en með fyrirhugaðri samræmingu stærð-
fræðikennslunnar nú væri tvímælalaust
stuðlað að víðtækari þekkingu og skilningi
nemenda á öllum stigum og sviðum stærð-
fræði. Víða erlendis færu fram umfangs-
miklar tilraunir með innihald og fram-
setningu kennslubóka, þar sem sérstakt
tillit væri tekið til þess hluta nemenda sem
miður sæktist námið (Stærðfræðikennarar
lögðu all of mikið upp úr kennslu mengis,
1973).
Blaðinu hafði sem sagt verið snúið
við og farið var að kynna nýtt námsefni
og skapa nýjar væntingar, en kennurum
kennt um hvernig fór; þeir hefðu lagt of
mikið upp úr kennslu mengis. Á meðan
brugðust Námsflokkar Reykjavíkur við
óskum foreldra um stuðning og buðu upp
á námskeið fyrir foreldra í nýju stærðfræð-
inni (Þuríður Árnadóttir, 1975).
3. mynd sýnir að skólaárið 1976–77 var
Bundgaard-námsefnið alveg horfið í fyrsta
bekk. Hefðbundið námsefni var einnig á
undanhaldi og nýtt námsefni skólarann-
sóknadeildar Menntamálaráðuneytisins
að taka við (Menntamálaráðuneytið, skóla-
rannsóknadeild, 1977).
Það var ekki einungis á Íslandi sem
við horf gagnvart nýju stærðfræðinni
breyttust. Haft var á orði að sannfæring
forgöngumanna nýju stærðfræðinnar í
Bandaríkjunum hefði verið slík að nýja
stærðfræðin hefði verið innleidd í barna-
skóla af svipaðri sigurvissu og Napóleon
bjó yfir er hann lagði í herför til Rússlands
eftir að hafa lagt undir sig hálfa Evrópu.
SMSG-námsefninu í Bandaríkjunum var
hvorki vel tekið í barnaskólum né höfðu
kennarar áhuga á að taka það upp. SMSG-
námsefnið var umfangsmesta efnið af öllu
því sem sett var fram á tímum nýju stærð-
fræðinnar en framleiðslu þess var hætt
árið 1972. Það var þýtt á fimmtán tungu-
mál en barnaskólakennslan varð banabiti
þess (Gjone, 1983). Þekktir stærðfræðingar
höfðu námsefnið í flimtingum og rituð
var fræg bók, Why Johnny Can‘t Add – The
failure of the New Math (Kline, 1973), um
mistök nýju stærðfræðinnar. Þá má geta
þess að Bundgaard-námsefnið var síðar
metið svo að það færi bókstaflegar eftir
ýtrustu hugmyndum háskólamanna og
gengi mun lengra en annað námsefni um
nýju stærðfræðina sem þá var í boði í Dan-
mörku (Høyrup, 1979).
Ævintýrið um nýju stærðfræðina
geymdist í hugum fólks og tók á sig ýmsar
myndir. Eiður Guðnason alþingismaður
spurði í umræðum á Alþingi 6. desember
1988 hver myndi ekki eftir nýju stærð-
fræðinni sem í raun hefði þýtt að heilu
árgangarnir af nemendum kynnu sáralítið
í reikningi og gætu ekki reiknað í hugan-
um. Nýja stærðfræðin eða mengjafræðin
væru ein afdrifaríkustu mistök sem gerð
hefðu verið í íslenska skólakerfinu (Eiður
Guðnason, 1988).
Í skýrslunni Menntun í mótun. Þróun
menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi
(Menntamálaráðuneytið, 2010) segir í
niður stöðum af hópumræðum á ráðstefnu
um efnið að gera þurfi kennsluaðferðir
meira aðlaðandi. Þetta sé þó flókið mál.
Þannig hafi t.d. kennsla í nýju stærðfræð-
inni á sjöunda og áttunda áratug síðustu
aldar mistekist. Kennslan þurfi að tengja
saman skilning og reikning, þetta séu ekki
andstæður.
Kennari á níræðisaldri, sem var í hópi
reyndra kennara þegar nýja stærðfræðin