Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 73
73
Nýja stærðfræðin í barnaskólum
veturinn 1967–1968, hefur ef til vill skapað
ótímabærar væntingar. Vera má að þætt-
irnir hafi ekki verið fluttir á réttum tíma.
Sjónvarpsþættir Guðmundar hrifu fimm-
tán ára unglinga sem nutu kennslu í bók
hans Tölum og mengjum sem undirbúnings
undir menntaskólanám. Foreldrum barna
hefðu líklega hentað þættirnir betur hefðu
þeir verið sýndir veturinn 1969–1970,
þegar fyrstu stóru hóparnir tóku að fást
við framandlegt efni. Þá komu prímtölur
til sögunnar í námsefninu og talnaritun í
breytilegum sætiskerfum. Mengjafræði-
legu hugtökin komu ekki fram fyrr en í
fjórða bekk sem fyrsti stóri árgangurinn
settist í árið 1970. Ekki má heldur gleyma
því að myndbandatæknin var ekki komin
til sögunnar. Efninu varð að ná á stundinni
eða ekki, ekkert var hægt að rifja upp ef
hlustandi varð fyrir truflun.
Ætlunin með viðtalinu við þær Agnete
Bundgaard og Karen Plum árið 1970 hefur
vafalítið verið að stappa stálinu í kennara
og upplýsa foreldra og almenning þegar
meirihluti barnaskólanema var kominn
með nýja námsefnið. Samt verður að segja
að athugasemdir eins og að „róa foreldra“
bera vott um nokkurt virðingarleysi fyrir
foreldrum. Það á einnig við um það að
nemendur fengu ekki að fara heim með
bækur sínar þar sem það „getur komið
sér illa fyrir barnið ef foreldrar þess reyna
frekar af vilja en mætti að liðsinna því.“
Fullyrðingar um að nýja stærðfræðin
kenni börnunum að hugsa rökrétt og til-
mæli um að foreldrar bíði rólegir „þar til
sú stund rennur upp að börnin hafa öðlazt
nægan skilning á verkefninu til að geta
skýrt foreldrum sínum sjálf frá hvað þarna
er að gerast“ bera vott um óraunsæja sann-
færingu um gildi námsefnisins.
Þeir sem stýrðu innleiðingu nýju stærð-
fræðinnar gátu ekki veitt öllum þeim
handleiðslu sem glímdu við að kenna hið
nýja námsefni. Sumir kennarar gáfust upp
og skiptu yfir í gamla hefðbundna náms-
efnið. Vafalaust hefur slæmt umtal fylgt
nýju stærðfræðinni allar götur síðan. Ekki
skyldi þó draga of einfaldar ályktanir af
rannsókn sem þessari. Þakka má átakinu
um nýju stærðfræðina það að margir kenn-
arar kynntust því að stærðfræði, sem börn
gátu haft gagn af, var meira en reikniað-
gerðirnar fjórar í heilum tölum og brotn-
um eins og hefðbundið námsefni var ein-
skorðað við. Kennarar urðu af kostum til
framhaldsnáms sem áformaðir voru með
fræðslulögunum 1946 en náðu ekki fram
að ganga. Endurskoðunin bauð þeim upp
á nýja sýn á stærðfræði. Hópur kennara
tók til við að semja námsefni við hinar hag-
stæðu aðstæður sem skólarannsóknadeild
Menntamálaráðuneytisins skapaði, studd
af öllum ríkisstjórnum í hálfan annan ára-
tug. Þessar aðstæður gerðu það mögulegt
að vinna upp nýtt námsefni á lágmarks-
tíma, prófa það og innleiða smám saman.
Þessi seinni endurskoðun fór af stað aðeins
fimm árum eftir að Bundgaard-námsefnið
var fyrst innleitt.
Lærdómurinn sem draga má af inn-
leiðingu nýju stærðfræðinnar er að varast
skyndihrifningu af nýjungum en einnig
að nauðsynlegt er að ætla nokkurt fé og
mannafla til að prófa nýtt efni áður en það
er lagt fyrir heila árganga. Fylgja ætti nýju
námsefni eftir með handleiðslu til handa
kennurum fremur en að bjóða eingöngu