Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 83

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 83
83 Yager og náttúruvísindaleikurinn var hér á undan, voru án efa djúpstæðari en hér verður lýst og skýringar eflaust fjölmargar (Cremin, 1961; Dow, 1991; Klainin, 1988). En svo mikið er víst að hið pólitíska andrúmsloft á Vesturlöndum tók áþreifanlegum breytingum, ekki síst hið skólapólitíska andrúmsloft, sem birtist meðal annars í andstöðu við hina „við- teknu speki“ uppeldislegu framsækni- stefnunnar sem áður hafði verið ríkjandi (Cremin, 1961; Tyack og Cuban, 1995). Til marks um það má nefna að þátttakendur svonefndrar Átta ára rannsóknar, verk- efnis sem tók mið af hugmyndafræði framsæknistefnunnar við skipulag náms og kennslu á framhaldsskólastigi, yfirgáfu það mjög skyndilega um miðja 20. öld og fáir virtust vilja af því vita meir, þrátt fyrir markverðan árangur (Tyack og Cuban, 1995). Þar var um að ræða athyglisverða tilraun með þátttöku 30 framhaldsskóla í Bandaríkjunum á árunum 1932 til 1940, sem breyttu skipulagi náms og kennslu samkvæmt hugmyndum hinnar uppeldis- legu framsæknistefnu. Áhersla var lögð á samþætt nám og opið námsskipulag. Mat á árangrinum leiddi í ljós að nemendur, sem tóku þátt í verkefninu, sýndu ekki síðri námsárangur á næsta skólastigi en nemendur sem höfðu farið gegnum hefð- bundið nám í framhaldsskóla (Cremin, 1961). Eftir seinni heimsstyrjöldina, ekki síst þegar leið að tíma kalda stríðsins, varð sú skoðun æ sterkari um öll Vesturlönd að ekki væri allt með felldu í skólakerfinu, sér í lagi hvað varðaði náttúruvísinda- menntun (Klainin, 1988). Um miðjan sjötta áratuginn má segja að vísindamenn, menntafrömuðir og stjórnmálamenn hafi skorið upp herör gegn meintu „yfirborðs- kenndu námsefni og jafnvel rangfærslum í kennslubókum“ (Dow, 1991, bls. 22). Nefnd undir forystu eðlisfræðingsins Jerrolds Zacharias við M.I.T. stofnunina, Physical Science Study Committee (PSSC), fékk drjúgan fjárstyrk til að þróa nýtt og breytt námsefni í nútímaeðlisfræði fyrir almenna skólakerfið (DeBoer, 1991; Dow, 1991). Í kjölfarið fylgdi svipuð endurskoð- un á námskrám og námsefni í efnafræði og líffræði. Allt miðaði þetta að því að afmá hina „óheppilegu“ tengingu við tækni og viðfangsefni daglegs lífs (DeBoer, 1991). Kenna skyldi hrein vísindi eins og vís- indamenn iðkuðu. Þar með hófst víðtæk, kerfisbundin endurskoðun (e. top-down reform) samkvæmt svonefndu RDD-lík- ani (Research, Development and Diffusion Model), sem barst hingað til lands nokkr- um árum síðar (Gunnar E. Finnbogason, 1995). Nú skal það áréttað að markmið þessar- ar greinar var ekki að segja sögu náttúru- vísindamenntunar í Bandaríkjunum sér- staklega. Námskrárbyltingin sem hér var á ferðinni breiddist víða um lönd. Hennar gætti til dæmis í Bretlandi, á Norður- löndum, í Ísrael, Brasilíu, á Filippseyjum og í Íran (Klainin, 1988). En upprunann má rekja til Bandaríkjanna og án nokkurs vafa var grunnurinn lagður þar. Náms- gögn og aðferðir sem þróaðar voru vestan hafs, jafnt hjá áðurnefndri PSSC-nefnd í eðlisfræði, starfshópi í líffræði (BSCS) og starfshópi í efnafræði (CHEM-Study) náðu mikilli útbreiðslu; efnið var þýtt, staðfært eða notað sem fyrirmynd víða um lönd, einnig efni og gögn frá bresku Nuffield- stofnuninni (Klainin, 1988).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.